Siðprýði prúðra stúlkna

Flestir Vesturlandabúar álíta að femínistar eigi þarft verk að vinna í Mið- Austurlöndunum. Enda blasir við að réttarstaða kvenna í þeim heimshluta er afar bágborin miðað við okkar. Nú nýlega fengu konur í Kúveit kosningarétt í fyrsta skipti, í Íran hafa þær ekki kjörgengi og í ýmsum samfélögum eru þær taldar vera eignir eiginmanna sinna. Fyrir utan það eru þær krafðar um mikið siðprýði í klæðaburði og einkalífinu, ellegar hljóta þær harðan dóm almenningsálitsins. Í stuttu máli sagt eru þær siðgæðisverðir í almenningseign. Flestir Vesturlandabúar álíta að femínistar eigi þarft verk að vinna í Mið- Austurlöndunum. Enda blasir við að réttarstaða kvenna í þeim heimshluta er afar bágborin miðað við okkar. Nú nýlega fengu konur í Kúveit kosningarétt í fyrsta skipti, í Íran hafa þær ekki kjörgengi og í ýmsum samfélögum eru þær taldar vera eignir eiginmanna sinna. Fyrir utan það eru þær krafðar um mikið siðprýði í klæðaburði og einkalífinu, ellegar hljóta þær harðan dóm almenningsálitsins. Í stuttu máli sagt eru þær siðgæðisverðir í almenningseign.

Það er aldrei réttlætanlegt að alhæfa en svona lítur þetta vissulega út í augum okkar flestra sem búum í vestrænum lýðræðisríkjum. Einhver munur hlýtur jú að vera á milli landa og samfélaga, en ríki í þessum heimshluta virðast þó eiga það sameiginlegt að vera karlaveldi, þrátt fyrir mögulegan blæbrigðamun. Stundum sjáum við ráðamenn og trúarleiðtoga þessarra landa mæla harðlega gegn kvenréttindum, en það kemur líka fyrir að haft er eftir konum að þær styðja þessa mismunun sökum þess að annars fari allt fjandans til. Málið er semsagt ekki svo einfalt að það séu karlar sem kúgi og konur sem láti kúga sig. Í hópi þeirra sem eru hlynntir umbótum eru bæði karlar og konur, og í hópi hinna sem vilja óbreytt ástand eru líka bæði karlar og konur.

Hér á Íslandi stendur í stjórnarskránni að ekki megi mismuna fólki eftir kyni. Enda er lagaleg staða kvenna hér mjög góð, ekki síst ef miðað er við áðurnefnd Mið- Austurlönd. Ýmsir vilja meina að fyrst lagalegu jafnrétti sé náð þá sé komið algert jafnrétti og að samfélagið sé jafnréttissamfélag. Hins vegar viljum við sum meina að þrátt fyrir þetta búum við að mörgu leyti við karlaveldi. Sjálf vil ég líka meina að sama regla gildi hér eins og í annars staðar. Þeir sem vilja umbætur eru af báðum kynjum og þeir sem sætta sig við norm karlaveldisins eru einnig af báðum kynjum. Ef konur myndu standa saman og hafna þessum normum værum við mun betur sett. En þegar maður er alinn upp við að eitthvað sé sjálfsagður hlutur fer maður að taka því sem slíku hvort sem það er réttmætt eður ei.

Af og til sprettur upp umræða hér á landi um meint ,,lauslæti” íslenskra kvenna. Konur hér á landi eiga víst að vera þekktar fyrir kynferðislegt frjálslyndi svo ástæða hefur þótt að markaðssetja þá ímynd erlendis til að laða að ferðamenn. Og á sama tíma fá íslenskar konur skamm í hattinn fyrir að hafa áunnið sér þess vafasama heiðurs að vera álitnar ,,druslur”. Fólk segist opinberlega skammast sín fyrir þjóðerni sitt af því að það er vant að virðingu sinni og telur eðlilegt að litið sé niður á kynferðislegt frjálslyndi kvenna og spornað sé gegn því. Þetta er ekki ósvipað hernámsárunum. Konur sem gerðu sér dælt við bandaríska hermenn fengu á sig uppnefnið ,,kanamellur”. Slíkan titil gat engin kona borið með stolti, enda almenningsálitið harður húsbóndi. Allt var þetta gert til að tryggja refsinginu við því að slá sér upp með útlendingi, til þess að konur héldu sig frekar við Íslendinga.

Það er nokkuð merkilegt að þetta kynferðislega frjálslyndi þyki óæskilegt í tilfelli kvenna, en enginn veltir sér upp úr frjálslyndi karla, hvorki hér á landi né annars staðar. Enda eru þeir ,,normið” í karlaveldissamfélögum. Það efast enginn um að þeir séu vandir að virðingu sinni hvernig sem þeir hegða sér í einkalífinu. Þeir eru ekki siðgæðisverðir í almenningseign. Það er hlutverk kvenna, hvort sem þær sætta sig við það eður ei. Það virðist öllum koma við hvernig konur hegða sér í einkalífinu og í ljósi þess er sú hegðun umtalsefni almennings og fjölmiðla. Konur sem gangast við því að þær eigi að lúta strangari siðareglum en karlmenn eru ,,prúðar”. Hinar sem gera það ekki eru kallaðar druslur, gálur, hórur, mellur og fleiri ljót orð, bæði af konum og körlum.

Ég tel víst að strangar siðferðiskröfur til kvenna séu hluti af normum karlaveldisins og að konur ættu að hafna slíkum normum. Samt heyrir maður konur ekki síður en karla hneykslast á frjálslyndi kvenna og kalla hverja aðra niðrandi nöfnum. Enda er það svo að við erum aldar upp við að það sé okkar æðsta takmark að bera af öðrum stúlkum bæði hvað varðar útlit og prúðmennsku. Öll þessi ævintýri um Öskubusku, Mjallhvít og prinsessurnar eru til marks um það. Fallegustu og prúðustu stúlkurnar fá prinsana og konungdæmin. Þannig er enn þann dag í dag æðsta takmark margra lítilla stúlkna að vera dáðar fyrir fegurð. En þá þarf ekki bara að skara fram úr í fegurð heldur líka siðprýði. Sumir eru náttúrulega fallegir, aðrir geta freistað þess að leita til læknavísindanna til að steypa sér í þetta mót sem allir verða að passa í. Og hvað siðprýðið varðar þá er áhrifaríkt að gera keppinauta sína tortryggilega, og þar er alveg rakið að hamra á áðurnefndum uppnefnum og fordæma kynferðislegt frjálslyndi.

Stelpur, hvað getum við gert?
Það er einfalt. Hætt að taka þátt í þessu!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand