Rógburður DV

Fréttaflutningur DV og Blaðsins af málefnum landsfundar Samfylkingarinnar sem haldinn var dagana 20.-22. maí hefur verið með ólíkindum. Og enn heldur DV áfram að birta rangfærslur og þvætting um varaformannskjör landsfundarins. Fréttaflutningur DV og Blaðsins af málefnum landsfundar Samfylkingarinnar sem haldinn var dagana 20.-22. maí hefur verið með ólíkindum. Og enn heldur DV áfram að birta rangfærslur og þvætting um varaformannskjör landsfundarins.

Ungir jafnaðarmenn skiluðu inn landsfundarfulltrúum 8 dögum fyrir landsfund. Þeim var ekki skipt út tveimur dögum fyrir landsfund eins og DV og ritstjóri þess blaðs fullyrða í blaðinu í dag. Það er einfaldlega rangt. Ritstjóri DV, Jónas Kristjánsson, sakar aðra um að ljúga á sama tíma og hann gerist sekur um ósannindi.

Öll aðildarfélög Samfylkingarinnar eiga rétt á landsfundarfulltrúum á landsfund Samfylkingarinnar, þar á meðal Ungir jafnaðarmenn. Fjöldi landsfundarfulltrúa aðildarfélaga miðaðist við stærð viðkomandi aðildarfélaga þann 15. apríl 2005 en þá rann út frestur til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í formannskjöri flokksins. Fjöldi landsfundarfulltrúa Ungra jafnaðarmanna breyttist ekki eða jókst frá 15. apríl. Skrifstofa Samfylkingarinnar gerði aðildarfélögum flokksins grein fyrir því hve marga landsfundarfulltrúa þau áttu og sá fjöldi miðaðist við félagatal flokksins 15. apríl.

Ungir jafnaðarmenn skiluðu síðan nöfnum á sínum landsfundarfulltrúum til skrifstofu flokksins þann 12. maí, eins og bar að gera. Reyndar fengu sum önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar lengri frest til að skila sínum landsfundarfulltrúum til skrifstofunnar en Ungir jafnaðarmenn nýttu sér ekki þann rétt. Því hefur einnig verið haldið fram að tilfærslur hafi verið á flokksfólki af hálfu Ungra jafnaðarmanna. Það er fullkomlega rangt.

Einungis löglegir landsfundarfulltrúar, sem tilkynntir voru 8 dögum fyrir landsfund, tóku þátt í kosningunni. Kjörstjórn hefur áréttað að kosningin var lögleg. Það er rangt, sem haldið hefur verið fram að kosið hafi verið fyrir fjarstadda fulltrúa, að landsfundarfulltrúar Ungra jafnaðarmanna hafi greitt atkvæði oftar en einu sinni eða að rútur hafi verið á svæðinu á vegum Ungra jafnaðarmanna eða Ágústs Ólafs. Fullyrðingar um annað eru einfaldlega helber ósannindi.

Margítrekað hefur verið að kosningin á landsfundinn var lögmæt, eðlileg og hefðbundin. Þetta hefur kjörstjórn staðfest með sérstakri yfirlýsingu. Það hafa framkvæmdastjóri flokksins, formaður framkvæmdastjórnar, starfsfólk flokksins og formaður flokksins einnig öll staðfest. En það virðist ekki nægja DV. Í umfjöllun DV af landsfundi Samfylkingarinnar hefur blaðið gengið ótrúlega langt í að ómerkja sjálft sig í samfélagsumræðunni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand