Sölmundur Karl Pálsson, ritstjóri UJA.is, skrifar um efnahagsmál og ákvörðun Seðlabanka Íslands um hækkun stýrivaxta fyrir helgi. Sölmundur vonar að næsta ríkisstjórn hafa meira samstarf við sveitarfélög og Seðlabanka Íslands um efnahagsmál. Í dag kynnti Seðlabanki Íslands um vaxtahækkun, þar var ákveðið að stýrivextir myndu hækka um 0,5 prósentustig, þá eru stýrivextir komnir í 14%. Skiljanlega voru útvegsmenn voða reiðir við seðlabankann vegna þessarar hækkunar. Baldvin Már Þorsteinsson lét seðlabankastjóra heyra það, sem er nú skiljanlegt þar sem hann á mikla hagsmuni að gæta. En var þessi vaxtahækkun nauðsynleg? Ég sjálfur er á báðum áttum. Að sjálfssögðu lendir þessi hækkun stýrivaxta mest á sjávarútvegnum og öðrum útfluttningsgreinum, þar sem hækkun stýrivaxta veldur oftar en ekki til styrkingar krónnunar. En á hin bóginn hefur seðlabankinn þurft lengi að berjast við verðbólgunna einn og óstuddur. Ég tel að Þorsteinn Má Baldvinsson og fleiri ættu ekki einungis að skamma Seðlabankann, heldur ríkisstjórnina. Reyndar hafa bæði ríkisstjórn Íslands og sveitarfélög ekki gætt nægilegs aðhalds í peningamálum, en það er þó skiljanlegt að sveitarfélög geti ekki gætt aðhalds vegna óréttlátra tekjuskiptingar.
Mér hefur lengi verið það hulin ráðgáta af hverju ríkisstjórn Íslands hafi aldrei hlustað á þau ráð sem hagfræðingar hafa lengi bent á. Hagfræðingar gátu fyrir löngu sagt fyrir um hvernig hagkerfið okkar myndi þróast og vöruðu stanslaust við því að ofhita ekki hagkerfið. Hlustaði ríkisstjórnin á hagfræðinga? Nei, ekki fyrr en allt ætlaði að stefna í óefni, og reyndu að redda sér með samningum sl. vor, og ákváðu loks að gera það sem hagfræðingar og stjórnarandstæðan voru búin að biðja um, og það var að draga úr framkvæmdum. Af hverju þurfa Íslendingar oft að taka svona skyndilausnir? Þarf alltaf að bíða þangað til að allt er að stefna í óefni?
Eins og allir vita, þá eru kosningar næsta vor, og eitt af aðal kosningamálum ættu að vera efnahagsmál, og kappsmál allra stjórnmálaflokka á að vera að ná stöðugleika í efnahagsmálum. En hvernig er hægt að ná stöðugleika?
Ég vil sjá næstu ríkisstjórn, (vonandi með Samfylkinguna innanborðs) hafa meira samstarf við bæði sveitarfélög og Seðlabanka Íslands um efnahagsmál. Það gengur ekki til langs tíma að Seðlabankinn sé alltaf að reyna að stíga á bremsuna á meðan ríkisstjórnin er alltaf að stíga á bensíngjöfina. Með nánari samvinnu ríkistjórnar, sveitafélaga og Seðlabanka Íslands ætti að nást stöðugleiki, og þar með þjóðhagslegur sparnaður, sem fellst í því að kjarasamningar eru ekki stöðugt í óvissu og þar með vinnumarkaðurinn í uppnámi.
Það mun bíða næstu ríkisstjórn Íslands, erfitt verkefni að ná stöðugleika í efnahagsmálum. Menn eru ekki á eitt sáttir hvort lendingin verði mjúk eða hörð. En eins og staðan er í dag, er ég ekki alltof bjartsýnn. Það er t.d. lítið atvinnuleysi hér á landi, en í dag mælist atvinnuleysi 1,4%, en við svona lítið atvinnuleysi myndast mjög mikill verðbólguþrýstingur. Það er annað sem ég hef áhyggjur af, en það eru erlendar skuldir þjóðarbúsins. Erlendar skuldir hafa aukist mjög, en þess má geta að ríkið er sjálft með litlar skuldir, en reyndar eru eignir bak við þessar skuldir. Stýrivextir eru í hæstu hæðum, eða 14%. Seðlabankinn þarf að lækka síðan stýrivexti þegar hagkerfið fer að kólna.
Ísland lenti í svipuðu málum tímabilið 2001-2002, en þá lækkaði viðskiptahallinn á tveimur árum úr 10,5% af landsframleiðslu árið 2000 í 1,4% afgang árið 2002. Það má geta að lækkun erlendra stýrivaxta hjálpaði mikið. Í dag hefur viðskiptahallinn vaxið gríðarlega eins og landsmenn hafa heyrt. En við verðum ekki eins heppinn og árið 2002, en í dag hafa stýrivextir erlendis verið að hækka, og það þýðir að greiðslubyrði erlendra lána muni þyngjast jafnt og þétt, og þar með munu skuldir þjóðarinnar aukast. Þessi þróun myndi valda því að krónan færi að veikjast, innlend eftirspurn mun minnka, annaðhvort fyrir tilstilli minni kaupmáttar eða hærri vaxta.
Greinin birtist á UJA.is , vefsíðu Ungra jafnaðarmanna á Akureyri, sl. föstudag.