Samræmd stúdentspróf í framhaldsskólum

Síðasta vor fengum við menntaskólanemar að vita að sett yrðu á samræmd stúdentspróf í íslenskum framhaldsskólum. Reglugerð um það hafði að vísu verið í lögum frá 1996 en þeir menntaskólanemar sem þreyta íslenskuprófið í vor voru 11 ára árið 1996 og hafa af einhverjum ástæðum fáir lesið þau. Mikil óánægja hefur verið meðal framhaldsskólanema og kennara með hugmyndina á bak við samræmdu stúdentsprófin, og framkvæmd þeirra. Síðasta vor fengum við menntaskólanemar að vita að sett yrðu á samræmd stúdentspróf í íslenskum framhaldsskólum. Reglugerð um það hafði að vísu verið í lögum frá 1996 en þeir menntaskólanemar sem þreyta íslenskuprófið í vor voru 11 ára árið 1996 og hafa af einhverjum ástæðum fáir lesið þau. Mikil óánægja hefur verið meðal framhaldsskólanema og kennara með hugmyndina á bak við samræmdu stúdentsprófin, og framkvæmd þeirra.

Tilgangur prófanna, samkvæmt menntamálaráðuneytinu, er fyrst og fremst að:
• Gefa skólunum möguleika á að sjá hvar þeir standa í samanburði við aðra skóla
• Gera háskólum innanlands og erlendis kleift að sjá hvar nemendur sem sækja um skólavist standa í samanburði við aðra nemendur
• Gera menntamálaráðuneytinu kleift að sjá hvort markmiðum aðalnámskrár hafi verið náð og sjá til þess að allir framhaldsskólanemar útskrifist með ákveðna grunnþekkingu
Þetta hljómar vissulega vel og skynsamlega við fyrstu sýn. En eru þetta rök sem halda vatni?

Samræmd stúdentspróf á einungis að leggja fyrir í íslensku, ensku og stærðfræði. En það er einfaldlega ekki hægt að meta skólana á grundvelli einkunna í þremur greinum. Hvað með líffræði, hvað með frönsku og spænsku, hvað með hagfræði, hvað með alla félagsfræðideildina eins og hún leggur sig? Er frammistaða skóla í þessum greinum minna virði en árangur þeirra í íslensku, ensku og stærðfræði? Með því að leggja einungis fyrir stöðluð próf í þremur greinum er verið að gera lítið úr frammistöðu skólanna á öðrum sviðum.

Samræmd próf í grunnskóla hafa ekki verið til mikils góðs. Skólarnir eru dæmdir eftir samræmdu einkunnunum einum. Þessi ofuráhersla á samræmdu fögin stuðlar að því að skólarnir verði einsleitari og minna fjölbreyttir því að aðrar greinar vilja gleymast í fjölmiðlafárinu í kringum samræmdu einkunnirnar og sama efnið verður að kenna í öllum greinum.

Háskóli Íslands hefur þegar gefið út þá yfirlýsingu að hann muni ekki nýta samræmdar stúdentseinkunnir við að taka inn nemendur, enda geta fáar deildir tekið mark á þessum prófum. Ef einstaklingur ætlar t.d. að skrá sig í sálfræði gagnast próf í ensku, íslensku og stærðfræði honum lítið og fáránlegt að hugsa til þess að inntökupróf í sálfræði yrði lagt niður vegna samræmdra stúdentsprófa. Á kannski að fjölga prófunum með tímanum? Hvað verður þá um gildi hinna upprunalegu stúdentsprófa?

Íslenskir nemendur hafa hingað til komist inn í erlenda skóla án þess að hafa samræmd próf. Af hverju ætti það að verða öðruvísi núna? Þar að auki gilda sömu rök og ég nefndi áðan: hvaða fög í erlendum háskólum eru það sem geta stuðst við íslensk samræmd próf í stærðfræði? Hvað varðar enskukunnáttu er lítið mál að taka alþjóðlegt stöðupróf í ensku við Menntaskólann í Hamrahlíð.

Vissulega er skiljanleg sú þörf menntamálaráðuneytisins að vita hvort verið sé að fara eftir aðalnámskrá. En það hlýtur að vera hægt að kanna það með öðrum og betri leiðum en samræmdum stúdentsprófum. Innan menntamálaráðuneytisins starfar sérstök mats- og eftirlitsdeild sem á að hafa eftirlit með innra starfi skólanna. Er ekki hægt að virkja þessa deild til að tryggja að farið sé eftir aðalnámskrá?

Eftir íslenskuprófið 3. maí verður efnt til mótmæla á Austurvelli kl. 13:30. Við hvetjum alla sem eru á móti prófunum, hvort sem það eru nemendur, kennarar eða aðrir, til að mæta og sýna andstöðu sína. Sú hugmynd var uppi að sleppa því einfaldlega að taka prófin en við ákváðum af virðingu við yfirvöld að sú leið væri ekki sú rétta. Við viljum biðja yfirvöld að sýna okkur sömu virðingu. Við erum ekki börn, við vitum líka hvað okkur er fyrir bestu. Við erum meira að segja öll komin með kosningarétt. Endurskoðið samræmdu stúdentsprófin.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand