Ekki nefskatt til að fjármagna RÚV

Flest virðist nú benda til þess að afnotagjöldin í núverandi mynd verði lögð niður og þar með hætt að skattleggja fólk fyrir það eitt að eiga lítið viðtæki. Flest virðist nú benda til þess að afnotagjöldin í núverandi mynd verði lögð niður og þar með hætt að skattleggja fólk fyrir það eitt að eiga lítið viðtæki.

RÚV á fjárlög eða fjármagnað með sérskatti?
En þá vaknar spurningin hvernig eigi að fjármagna rekstur Ríkisútvarpsins þegar afnotagjöldin verða úr sögunni. Á að gera það með því að veita peninga beint úr ríkiskassanum eða á að halda áfram að innheimta sérskatt sem ætlaður er útvarpinu? Og hvernig ætti sá sérskattur þá að vera? Ætti hann að vera föst prósenta af fasteignamati eða ákveðið hlutfall af launum fólks? Væri kannski langbest að styðjast við svipað fyrirkomulag og er nú notað við innheimtu sóknargjalda? Eða ætti máski að fjármagna Ríkisútvarpið með „nefskatti á alla þá sem eru á aldrinum 18-70 ára“ eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagðist vera áhugasöm um í fréttum RÚV á dögunum?

5% skattur á sumarhýruna
Hvaða leið sem verður fyrir valinu vona ég að minnsta kosti að það verði ekki nefskattsleiðin hennar Þorgerðar. Ef Þorgerðarskatturinn yrði ofan á má gera ráð fyrir því að hann yrði á bilinu 10-15 þúsund krónur á ári á sérhvern Íslending á aldrinum 18-70 ára og þyrftu allir að borga sömu krónutölu – algjörlega óháð efnum og aðstæðum. (Það hefði þó einhver áhrif á endanlega fjárhæð nefskattsins ef fyrirtæki og stofnanir þyrftu að greiða hann líka.) Í stað þess að fara fjölmörgum orðum um afhverju ég tel nefskattsleið menntamálaráðherrans óheppilega og ósanngjarna, sem vissulega myndi reynast auðvelt, ætla ég að láta eftirfarandi dæmi nægja:

Gunni, 18 ára framhaldsskólanemi, mun fá 200 þúsund krónur í laun í sumar. Uppáhaldsjónsvarpsþátturinn hans er 70 mínútur á Popptíví með þeim Sveppa, Audda og Pétri Jóhanni. Gunni þarf að borga kringum 5% árslauna sinna í útvarpsnefskatt.

Gréta er 38 ára gamall ráðherra með 700 þúsund krónur á mánuði og reynir alltaf að horfa á Kastljósið. Gréta þarf að borga um það bil 0,1% árslauna sinna í útvarpsnefskatt.

Finnur er 75 ára og fær 250 þúsund krónur á mánuði í eftirlaun. Helgin hjá Finni er ónýt ef hann missir af Laugardagskvöldi með Gísla Marteini. Finnur borgar engan útvarpsnefskatt.

Þarf að segja meira?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand