Samræmd próf eru tímaskekkja

Nú þegar skólar eru að hefja starf sitt á ný eftir dágott sumarfrí nemenda er ekki úr vegi að líta aðeins til menntamálanna. Það verður að segjast að í vor var það ekki bjartsýni sem einkenndi námsmenn á Íslandi. Óvissa var um skólavist hundruða framhaldsskólanema, stjórn Háskóla Íslands íhugaði í örvæntingu sinni að byrja að biðja um upptöku skólagjalda við ríkisháskólann, skóla allra landsmanna, og samræmd stúdentspróf hófu innreið sína hjá útskriftarnemum í framhaldsskólum landsins. Nú þegar skólar eru að hefja starf sitt á ný eftir dágott sumarfrí nemenda er ekki úr vegi að líta aðeins til menntamálanna. Það verður að segjast að í vor var það ekki bjartsýni sem einkenndi námsmenn á Íslandi. Óvissa var um skólavist hundruða framhaldsskólanema, stjórn Háskóla Íslands íhugaði í örvæntingu sinni að byrja að biðja um upptöku skólagjalda við ríkisháskólann, skóla allra landsmanna, og samræmd stúdentspróf hófu innreið sína hjá útskriftarnemum í framhaldsskólum landsins.

Menntastefna í anda gömlu Sovétríkjanna
Það er meðal annars þetta síðastnefnda sem vekur mann til umhugsunar um þær ógöngur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt menntamál í á Íslandi. Það hlýtur að valda áhyggjum að á meðan menntun nágrannalanda okkar eru í sífelldri þróun þar sem leitast er við að finna nýjar og nýjar leiðir til að þroska einstaklinginn í skólakerfinu og hjálpa honum að spjara sig í námi við hæfi, er stefna menntamála á Íslandi að mennta hópinn og krefjast sömu útkomu af öllum. Slík stefna í menntamálum er í anda gömlu Sovétríkjanna þar sem enginn einstaklingur var til, einungis samfélagið.

Nám á forsendum hins einstaka nemanda
Það hlýtur að vera hverjum og einum ljóst að börn og unglingar eru mjög misjafnir hvað varðar persónulegan þroska og getu til að takast á við mismunandi viðfangsefni. Það getur því ekki verið markmið okkar að allir skili sömu afköstum heldur hlýtur það að vera eina skilyrðið sem við setjum, að krefjast sömu tækifæra fyrir alla nemendur. Með þetta að leiðarljósi er hægt að byggja upp menntakerfi, hvort heldur um er að ræða á grunn-, framhalds-, eða háskólastigi, þar sem hámarksafköstum er náð hjá hverjum og einum og nemendur stunda nám sitt á eigin forsendum, en ekki forsendum meðaltalsins.

Markmið Bolognayfirlýsingarinnar
Í júní 1999 undirrituðu nærri allar þjóðir Evrópu (þar á meðal Íslendingar) hina svokölluðu Bolognayfirlýsingu og með henni hófst hið svokallaða Bolognaferli. Þetta ferli felur í sér viðamestu breytingar á menntmálaum í Evrópu síðustu áratugina og leitast við að gera Evrópu að einu heilsteyptu menntasvæði. Markmiðið er meðal annars að gera háskólamenntun í Evrópu samkeppnishæfa við háskólamenntun í Bandaríkjunum, sem og annars staðar í heiminum, og auka sveigjanleika háskólanáms innan Evrópu. Þannig væri hægt að hugsa sér að eftir 20 ár verði hinum almenna evrópska háskólanema gert kleift að klára B.A gráðuna sína í sex mismunandi háskólum víðsvegar um Evrópu allt eftir því hvaða þekkingu hann sækist eftir. Mikið hefur verið rætt um Bolognaferlið frá því yfirlýsingin var undirrituð og hefur eitt af aðal deiluefnunum verið hvernig hægt sé að staðla nám í heilli heimsálfu án þess að skerða frelsi skólanna til að halda uppi mismunandi aðferðum við kennslu. Það kemur engum til góða að hafa 5000 háskóla starfandi í Evrópu sem allir kenna sama námsefnið á sama hátt til að undirbúa stúdenta undir samræmt próf.

Hvert stefnir Sjálfstæðisflokkurinn?
Það skýtur skökku við að á sama tíma og yfirvöld menntamála og menntastofnana í Evrópu berjast fyrir fjölbreytni í námi leggi yfirvöld á Íslandi sífellt meiri áherslu á samræmd próf í grunnskólum og séu að innleiða samræmd próf á framhaldsskólastiginu einnig. Það er löngu orðið tímabært að Íslendingar fái menntamálaráðherra sem hefur framtíðarsýn á íslenskt menntakerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið menntunina, sem er ein af grundvallarstoðum nútíma samfélags, sitja á hakanum í allt of langan tíma. Vissulega var einsetning grunnskólanna breyting til batnaðar, enda var hún orðin löngu tímabær, og að sama skapi gefa einkareknir skólar nýja vídd í skólastarfið (þó það væri óneytanlega skynsamlegast ef þessir einkaskólar væru reknir fyrir einkafé, en ekki fyrir fé skattgreiðenda eins og nú er gert), en það þarf bara svo miklu miklu meira til að ná alvöru árangri í íslensku menntastarfi og það síðasta sem við þurfum er meira af samræmdum prófum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand