VIVA ESPANA

Á þessum síðustu og verstu gleðst maður sjaldan yfir fréttunum. Úti um allan heim virðast leiðtogarnir stefna að því einu að steypa þjóðum sínum í glötun á sem fjölbreyttastan hátt – og þeir sem ekki eru að því hafa samt alltaf eitthvað skítugt í pokahorninu: skattsvik, mútuþægni, barnafýsn… Þannig blasir það að minnsta kosti við ungum og óupplýstum fréttafíkli og maður kemst ekki hjá því að hugsa: Er kannski sami rassinn undir þeim öllum? Á þessum síðustu og verstu gleðst maður sjaldan yfir fréttunum. Úti um allan heim virðast leiðtogarnir stefna að því einu að steypa þjóðum sínum í glötun á sem fjölbreyttastan hátt – og þeir sem ekki eru að því hafa samt alltaf eitthvað skítugt í pokahorninu: skattsvik, mútuþægni, barnafýsn… Þannig blasir það að minnsta kosti við ungum og óupplýstum fréttafíkli og maður kemst ekki hjá því að hugsa: Er kannski sami rassinn undir þeim öllum?

Davíð Oddsson – sjálfkjörin samviska spænsku þjóðarinnar
Það er þess vegna alveg sérstakt gleðiefni þegar allt í einu birtist stjórnmálaleiðtogi sem virðist í alvörunni vera góður gaur og vilja þjóna þjóð sinni en ekki eigin dyntum eða annarra þjóðarleiðtoga.

Nú eru liðnir rúmir fimm mánuðir síðan þingkosningar fóru fram á Spáni. Í kosningunum féll forsætisráðherrann José María Aznar og í staðinn tók við embættinu nafni hans José Luis Zapatero. Við það tækifæri náði forsætisráðherra vor Davíð Oddsson nýjum hæðum þegar hann hneykslaðist opinberlega á spænskum almenningi og sagði hann hafa látið blekkjast eftir hryðjuverkin í Madrid af loforðum Zapatero um að kalla spænska herinn heim frá Írak. Eins og svo oft áður langaði mann að taka forsætisráðherrann á hné sér og útskýra fyrir honum að svona segði maður bara ekki – það væri fullkomlega óviðeigandi að hann setti ofan í við aðra þjóð fyrir að kjósa sér ákveðinn leiðtoga í lýðræðislegum kosningum.

Spænska þjóðin rassskellir leiðtoga sína
En ætlunin er ekki að setja ofan í við Davíð Oddsson, aldrei þessu vant. Þetta á þvert á móti að vera aðdáunarpistill. Ég ætla að dást að spænsku þjóðinni fyrir að sýna leiðtogum sínum að þeir geti ekki alltaf gengið í berhögg við vilja þjóðarinnar.
Þeir voru fleiri en Davíð, staðföstu leiðtogarnir sem gáfu í skyn að spænskur almenningur hefði látið reiði sína blinda sig eftir hryðjuverkin í Madrid 11. mars, kosið Zapatero til að herinn yrði kallaður heim frá Írak og þannig gefist upp fyrir hryðjuverkamönnunum. Þær fullyrðingar falla um sjálfar sig. Skoðanakannanir sýndu löngu fyrir hryðjuverkin í Madrid að yfirgnæfandi meirihluti spænsku þjóðarinnar var á móti Íraksstríðinu. Vera spænska hersins í Írak var þvert á vilja Spánverja sjálfra og svo til eingöngu til komin af undirgefni José Aznar við Bush Bandaríkjaforseta.

Sumir stjórnmálamenn efna loforð
Zapatero sýndi að hann er maður sem stendur við orð sín. Tuttugu og fjórum klukkustundum eftir að hann var kosinn forsætisráðherra efndi hann sitt fyrsta kosningaloforð og gaf þá skipun að spænski herinn skyldi kallaður heim. Ég verð að viðurkenna að ég fékk ungmeyjarlega gæsahúð á handleggina af hrifningu, en hugsaði með mér að nú hlyti eitthvað skuggalegt að fara að koma í ljós: spænskir fjölmiðlar hlytu að fletta ofan af fortíð hans sem leigumorðingi eða eitthvað.

En ekkert gerðist. Í staðinn skar Zapatero upp herör gegn heimilisofbeldi, sem er mjög stórt vandamál á Spáni, en talið er að á síðustu átta árum hafi um 600 spænskar konur fallið fyrir hendi maka síns og að í dag búi tvær milljónir spænskra kvenna við heimilisofbeldi.

Jafnréttismaður fram í fingurgóma
Og Zapatero hefur gert fleira. Hann hefur lýst því yfir að hann styðji hjónabönd samkynhneigðra og muni líklega leggja fram lagafrumvarp þess efnis, en ríkisstjórn Aznars hafði ítrekað hafnað þeim kröfum. Ríkisstjórn Zapateros (þar sem er nákvæmlega jafnt hlutfall karla og kvenna) hefur einnig lagt til hliðar mjög umdeilda áætlun Aznars og félaga um að flytja vatn frá norðurhluta landsins til suðurhlutans, en áætluninni hafði verið harkalega mótmælt af umhverfissinnum og Evrópusambandið neitaði að styrkja hana.

Allir til Ibiza!
Spánverjar eru ánægðir með nýja forsætisráðherrann sinn. Samkvæmt skoðanakönnunum eru 60% þeirra sátt við störf Zapatero, sem eru meiri vinsældir en José Aznar náði nokkurntímann, og 80% voru ánægð með þá ákvörðun að kalla herinn heim frá Írak.

José Zapatero hefur sýnt og sannað að hann er sósíalisti í allri bestu merkingu þess orðs og heldur í heiðri gamla, góða slagorðið sem maður hélt að alls staðar hefði drukknað í eiginhagsmunadeilum og pólitísku argaþrasi: frelsi, jafnrétti og bræðralag. Hér sér hins vegar ekki fram úr augum fyrir undirliggjandi óánægju, spennu og deilum sem stjórnarherrar vorir láta eins og þeir sjái ekki, hrista bara höfuðuð hissa og eru forviða á að við skulum halda að eitthvað sé að.

Ég veit ekki með ykkur en ég er að pæla í að flytja bara til Spánar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand