Samkeppnislög og frjáls markaðsvæðing

Öflug samkeppnislög eru nauðsyn, samkeppnislög eiga að viðhalda fjölbreytni markaðsins. Hættan er þó alltaf sú að samkeppnislög virki lýjandi á markaðinn, það þarf því að fara varlega í sakirnar. Frjáls markaður er ekki það sama og markaðsvædd óstjórn. Atvinnufrelsinu er best viðhaldið með skýrum leikreglum sem miðast að því að refsa þeim sem brjóta af sér, en ekki hefta þá sem vilja hafa á að starfa eftir lögum. Öflug samkeppnislög eru nauðsyn. Samkeppnislög eiga að viðhalda fjölbreytni markaðsins. Hættan er þó alltaf sú að samkeppnislög virki lýjandi á markaðinn og því þarf að fara varlega í sakirnar. Tilgangur laganna á fyrst og fremst að vera að viðhalda samkeppni og verja þannig rétt neytenda og atvinnufrelsi allra, ekki eingöngu hinna stóru. Ég tel þó ekki rétt að setja lög sem miða að því að takmarka vöxt og stærð fyrirtækja. Samkeppnislög eiga ekki að koma í veg fyrir að fyrirtæki geti vaxið yfir ákveðna markaðsstöðu. Ekki er eðlilegt að stoppa vöxt fyrirtækja. Fyrirtæki eða viðskiptablokkir geta náð markaðsráðandi stöðu vegna vilja neytenda. Standi fyrirtæki sig vel, og setji viðskiptavini sína og starfsfólk í forgang, er það að öllum líkindum vilji markaðarins sem veldur stærðinni.

Eðlilegast tel ég því að öll samkeppnislöggjöf miðist að því að setja mönnum leikreglur til að spila eftir, svo komið sé í veg fyrir misnotkun á markaðráðandi stöðu fyrirtækja. Það er röng aðferð að stoppa stórfyrirtæki í fæðingu. Það sem við raunverulega óttumst er misnotkun. Í Bandaríkjunum eru lög gegn því sem kallað er ,,predator-prizing” en það hugtak er notað um verðlagningu sem miðast að því að útrýma samkeppnisaðilanum með verðlagningu sem ekki styðst við nein kostnaðarrök. Sú taktík að selja vöru eða þjónustu tímabundið undir kostnaðarverði til þess að ýta út samkeppnisaðilanum hefur ekkert með frjálsan markað að gera. Frjáls markaður byggist á viðskiptum og frelsi einstaklingsins til að stunda viðskipti út frá eigin formerkjum og gróðasjónarmiðum. Fyrirtæki eru hinsvegar skilgreind sem stofnun sem leitast eftir að hámarka arðsemi sína, skemmdaverk hafa ekkert með það hlutverk að gera.

Þegar aðeins hinir vægðarlausu eru samkeppnishæfir, höfum við brugðist í tilraunum okkar til að viðhalda frjálsu markaðskerfi. Það eiga ekki að vera forréttindi hinna ríku og stóru að standa í eigin atvinnurekstri. Samkeppnislög eiga að sjá til þess að nýliðun sé möguleiki, að hinir stóru drepi ekki þá nýju með einhliða aðgerðum sem útiloka nýliðun. Reynsla Íslendinga af siðferði í viðskiptalífinu er ekki góð. Of lengi voru stærstu viðskiptablokkum landsins meira umhugað um að halda pólitískum völdum en að stunda viðskipti út frá hagnaðarsjónarmiðum. Enn má sjá leifar frá þessum gamla tíma, þar sem bæði stjórnmálamenn og viðskiptablokkir beita kröftum sínum og stærð til skemmdaverka gegn samkeppnisaðilum sínum og neytendum.

Glæpir olíufélaganna, sýna vel hversu stutt viðskiptasiðferðið íslenska er komið. Þar gengu æðstu yfirmenn þriggja rótgróinna fyrirtækja fram með svo einbeittum brotavilja að ekki var um það villst að brot er á lögum. Engir einstaklingar hafa verið sóttir sérstaklega til ábyrgðar af Þórólfi Árnasyni undanskyldum. Athygli vekur þó hversu fljót viðskiptalífið var tilbúið að fyrirgefa stjórnarmönnum, forstjórum og millistjórnendum sem tóku þátt í glæpnum. Það sýnir glöggt hversu blóðug íslensk viðskipti geta verið. Þeir sem ekki vilja taka þátt í þessum leik, hafa ekki áhuga á að markaðsskemmdarverk eiga minni möguleika á velgengni en aðrir.

Þær áherslur sem ég vil sjá samkeppnislöggjöfina samda eftir:

– Ekki verði reynt að hefta stærð fyrirtækja. Stærð fyrirtækja er ákveðin af neytendum, það er ekki ríkisins að taka fram fyrir hendur neytenda
– Aukin ábyrgð stjórnenda, stjórnarformanna og eigenda. Bakvið glæpi fyrirtækja eru einstaklingar sem bera ábyrgð. Í auknum mæli skal sækja einstaklinga til saka fyrir glæpi sem þeir eiga aðild að.
– Allar tilraunir til að útiloka samkeppni af markaði séu sérstaklega refsiverðar.
– Ólöglegt sé að selja vöru eða þjónustu undir kostnaðarverði til eins aðila, og fela tapið í verði til annars aðila í samkeppni við þann fyrri.
– Sérstaklega verði tekið á brotum sem hafa víðtæk áhrif á verðlag, vexti og hækkun skulda.
– Stórtæk brot á verkalýðssamningum teljist til brota á samkeppnislögum. Fyrirtæki sem reka ólöglega launastefnu, grafa undan eðlilegri samkeppni.
– Ólögleg undanbrögð frá skattalögum teljist til brota á samkeppnislögum. Fyrirtæki sem ekki greiða sínar skatta og skyldur til samfélagsins grafa undan samkeppnishæfni þeirra sem virða lög.
– Hart verði tekið á tilraunum til að villa fyrir neytendum með með röngum upplýsingum, auglýsingum eða með því að leyna upplýsingum sem neytendum koma við.

Samkeppnislög, skattalöggjöf, neytendaréttur og verkalýðssamningar tvinnast saman. Brot hefur bein áhrif á alla hina. Fyrirtæki sem brýtur á rétti neytenda, t.d. með því að fela upplýsingar um galla vörunnar eða með röngum verðmerkingum grefur undan samkeppnishæfni þeirra sem virða reglur.

Frjáls markaður er ekki það sama og markaðsvædd óstjórn. Atvinnufrelsinu er best viðhaldið með skýrum leikreglum sem miða að því að refsa þeim sem brjóta af sér, en ekki hefta þá sem vilja hafa á að starfa eftir lögum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand