Íslendingar og atvinnumótmælendurnir

Að mínu mati mættu Íslendingar taka sér þessa „útlendinga“ sér til fyrirmyndar að mörgu leyti. Þeir hafa þó dug og þor til að láta í sér heyra þegar þeim finnst of miklu fórnað fyrir of lítið, sem er meira en hægt er að segja um okkur Íslendingana sem látum duga að sitja heima í hægindastólunum og rífast við sjónvarpið. Þetta er ekki spurning um að „hafa ekkert betra að gera“, heldur hversu mikilvægan menn telja umræddan málstað. Fólk mætti líka spyrja sig þessarar einföldu spurningar: Hvers vegna eru menn reiðir? Svarið liggur ekki á glámbekk, en ein leiðin að því er í gegnum þessa síðu. Íslendingar eru upp til hópa latir þegar kemur að pólitík. Þeir hafa það einfaldlega svo gott í leðursófanum í einbýlishúsinu að þeir nenna ekki að mótmæla neinu óréttlæti sem þeir finna ekki fyrir í hlýju stofunni heima. Helmingur þeirra er andvígur Kárahnjúkavirkjun samkvæmt flestum skoðanakönnunum, en samt nenna fæstir svo miklu sem að æmta til að reyna að koma í veg fyrir virkjunina. Menn gáfust upp í fyrstu vikunni (sem reyndar er kannski ekki svo óskiljanlegt, sbr. kenninguna neðar í greininni), og svo aumkunarverð var rödd mótmælenda á meðan reynt var að halda mótmælunum á yfirveguðu og „málefnalegu“ plani, að þeirrar spurningar hefur verið spurt hvers vegna menn séu að mótmæla fyrst núna.

Það er ekki um seinan
Í fyrsta lagi skal því komið á hreint á að það er alls ekki um seinan að koma í veg fyrir þetta sem margir vilja kalla stórslys. Virkjanir af svipaðri stærðargráðu og Kárahnjúkavirkjun hafa verið stöðvaðar víðs vegar um heiminn, jafnvel á enn síðari stigum en Kárahnjúkavirkjun er í dag. Reyndar las ég kenningu um daginn sem felur í sér einu gildu rökin sem komið hafa fram fyrir þeirri staðhæfingu, að hreinlega sé orðið of seint að stöðva virkjunina. Hún er sú að það hafi allan tímann verið um seinan að mótmæla, því þegar ráðamenn þessarar þjóðar hafi tekið ákvörðun, sem jafnvel gerist mörgum mánuðum áður en þjóðinni er gerð grein fyrir þeirri ákvörðun, þá fái henni ekkert haggað. Hvorki fyrr né síðar og hvorki friðsamlega né með látum.

Borgaraleg óhlýðni
Í öðru lagi vil ég gera örstutta grein fyrir hugtakinu „borgaraleg óhlýðni“. Borgaraleg óhlýðni (e. civil disobediance) er það sem nú er verið að stunda á vinnusvæðinu við Kárahnjúka. Borgaraleg óhlýðni skilgreinist sem lögbrot sem framið er í þeim tilgangi að vekja athygli á meintum ranggjörðum ráðamanna. Skilyrði þess að um borgaralega óhlýðni sé að ræða, en ekki til dæmis hryðjuverk eða annarskonar lögbrot eru að 1) framferðið eigi sér stað opinberlega, þ.e. fyrir augum allra og á hreinu sé hverjir standi að verki, 2) framferðið feli EKKI í sér ofbeldi af ásetningi og 3) gerendur séu reiðubúnir að taka út þá refsingu sem skv. lögum er lögð við tiltekinni háttsemi.

Hagsmunir hverra?
Í þriðja lagi langar mig að leiðrétta þann misskilning sem mér hefur virst ansi útbreiddur, að um hagsmunamál þess hóps sem nú stundar þessa borgaralegu óhlýðni sé að ræða. Því hefur verið fleygt að mönnum þyki þessi hegðun „nú ekki geta orðið baráttu þeirra til framdráttar“ og hún verði nú ekki til þess að þjóðin fari að styðja þau í sinni baráttu. Í þessu felst tvenns konar misskilningur. A) Annars vegar er ekki um sérstakt hagsmunamál lítils hóps að ræða, heldur jarðarinnar sem við byggjum mannkjánarnir, og framtíðar barnanna okkar. Þetta er hagsmunamál okkar allra. B) Hinsvegar er þessum aðgerðum ekki ætlað að „auka álit þjóðarinnar“ á hópnum. Tilgangur þeirra er að koma af stað umræðu, vekja athygli, kveikja í fólki og vekja áhuga þess á að kynna sér málið, en eins og menn hafa væntanlega orðið varir við, virkar þessi aðferð afar vel til þess. Persónulega vil ég svo einfaldlega ekki trúa því að fólk sé svo grunnhyggið að það myndi sér skoðun á virkjunarframkvæmdunum sjálfum út frá framferði nokkurra tuga manna sem hafa gert málið að sínu hjartansmáli.

Íslendingar og atvinnumótmælendurnir
Orðað hefur verið að í þessum mótmælum standi fyrst og fremst „útlendingar“ sem ferðist um heiminn til að mótmæla „einhverju, sama hvað það er“, svokallaðir „atvinnumótmælendur“. Vera má að margir þessara manna séu ekki að hefja sín fyrstu skref í grófum mótmælaaðgerðum sem þessum, og séu jafnvel margir hverjir þó nokkuð þjálfaðir í hinni svonefndu „borgaralegu óhlýðni“. Engum stoðum er þó unnt að renna undir þær fullyrðingar að viðkomandi aðilar hafi ekki áhuga á þeim málefnum sem barist er gegn. Til þess að sjá hversu mikinn áhuga þetta fólk hefur á málefninu þarf ekki annað en að skoða hversu gríðarlega vel að sér það er í kílóvattstundum, útboðum, ferkílómetrum og fuglategundum. Flestir þessara einstaklinga hafa án efa kynnt sér málið betur en meirihluti Íslendinga allur til samans.

Að mínu mati mættu Íslendingar taka sér þessa „útlendinga“ sér til fyrirmyndar að mörgu leyti. Þeir hafa þó dug og þor til að láta í sér heyra þegar þeim finnst of miklu fórnað fyrir of lítið, sem er meira en hægt er að segja um okkur Íslendingana sem látum duga að sitja heima í hægindastólunum og rífast við sjónvarpið. Þetta er ekki spurning um að „hafa ekkert betra að gera“, heldur hversu mikilvægan menn telja umræddan málstað. Fólk mætti líka spyrja sig þessarar einföldu spurningar: Hvers vegna eru menn reiðir? Svarið liggur ekki á glámbekk, en ein leiðin að því er í gegnum þessa síðu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand