Einn fyrir alla – allir fyrir einn!

Það hlýtur að vera hverju þjóðfélagi hollt að auka eindrægni og samhug með þegnunum. Að því marki eru ýmsar leiðir. Á Íslandi gæti ein aðferðin verið sú að sameina öll kjördæmi landsins í eitt með stjórnarskrárbreytingu. Það hlýtur að vera hverju þjóðfélagi hollt að auka eindrægni og samhug með þegnunum. Að því marki eru ýmsar leiðir. Á Íslandi gæti ein aðferðin verið sú að sameina öll kjördæmi landsins í eitt með stjórnarskrár- breytingu.

Kostirnir væru ótvíræðir:

(a) Fram næðist langþráð mannréttinda- og réttlætismál: að atkvæði manna í alþingiskosningum skyldu vega jafnt, hvar á landinu sem þeir búa.

(b) Fleiri þingmenn færu að sjá út fyrir túngarðinn eða götumörkin. Með minnkandi kjördæmapoti yrði almannafé betur nýtt og hagur heildarinnar fengi frekar að njóta sín.

Á hinn bóginn þyrfti

(a) að reka öfluga byggðastefnu, bara markvissari og skynsamlegri en nú tíðkast;

(b) að auka svigrúm kjósenda til að velja einstaklinga. Hugsanlega mætti gera það með því að gefa þeim færi á að krossa við nöfn frambjóðenda á einstökum listum og setja þannig saman nýjan (þverpólitískan) lista (þó ekki endilega eins margra og sætu á Alþingi). Að sama skapi mætti taka lengri tíma í kosningar og talningu, til dæmis þrjá eða fjóra daga. Með þessu móti yrði valfrelsi hins almenna borgara alla vega meira en nú er.

Við núverandi kjördæmaskipan er of mikil freisting fyrir breyska þingmenn að hlaða undir Byggðarlagið – að mismiklu leyti til að auka eigið fylgi í næsta prófkjöri og kjördæmisfylgi Flokksins í næstu kosningum. Grátbroslegar afsakanir og viðbárur breiða ekki yfir neitt, síst sú að Byggðarlagið megi nú alls ekki gjalda þess að eiga son eða dóttur á ráðherra- eða þingmannsstóli.

Einn fyrir alla – allir fyrir einn!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand