Samhljómur Samfylkingarinnar og Samtaka um verslun og þjónustu

,,Það að það sé svona mikill samhljómur milli Samtaka um verslun og þjónustu og Samfylkingarinnar þessa dagana sýnir hreinlega að hagsmunir launþega og búðareiganda séu orðin þau sömu hér á landi: að afnema innflutningshöft og gjöld á landbúnaðarafurðir og aðrar vörur eins og Samfylkingin ein lagði til á síðasta þingi.“ Segir Jónas Tryggvi Jóhannsson í grein dagsins á Pólitík.is. Það var áhugavert að lesa punkta úr ræðu formanns Samtaka um verslun og þjónustu ásamt ályktuninni sem samtökin sendu frá sér í gær því þar mátti greina sama pirring út í ríkistjórnina og frjálslyndir menn í öllum flokkum hafa haft á síðastliðnum misserum. Það er bent á hvernig ríkistjórnin leggur dulda skatta á innfluttar landbúnaðarvörur með því að bjóða út þá innflutningskvóta sem eru í boði og selja þá hæstbjóðendum. Viðkomandi innflutningsaðilar þurfa þá að velta kostnaðinum við kaupin á kvótanum yfir í vöruverðið, en almenningur heldur að kaupmaðurinn sé að okra þarna á neytendum. Ekkert skrýtið að almenningur haldi það, því það er bæði flókið að finna út þessa skattlagningu ríkisins og auk þess eru ráðherrar landsins sífellt að halda því fram að það þýði ekkert að lækka tolla og gjöld því þá steli kaupmenn bara mismuninum!

Það sem kom samt örugglega mest á óvart var að Samfylkingin er sá flokkur sem virðist vera besti málsvari verslunar og þjónustu á Íslandi þessa dagana. Oftast hefði maður haldið að það væru öflin sem eru hægra megin í hinu pólitíska litrofi sem væru helstu bandamenn svona samtaka, en það virðist vera að hægri menn á Íslandi í dag séu algjörlega búnir að glata trú sinni á frelsi í viðskiptum og orðnir hlynntir öllum þeim höftum sem þeir þeir láta okkur búa við hér á landi. Það að það sé svona mikill samhljómur milli Samtaka um verslun og þjónustu og Samfylkingarinnar þessa dagana sýnir hreinlega að hagsmunir launþega og búðareiganda séu orðin þau sömu hér á landi: að afnema innflutningshöft og gjöld á landbúnaðarafurðir og aðrar vörur eins og Samfylkingin ein lagði til á síðasta þingi.

Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar fór ágætlega yfir þetta á bloggsíðu sinni í vikunni, þar sem hann spurði hver það er sem gætir frelsisins?.

Komandi kosningar eru gríðarlega mikilvægar fyrir framtíð landsins, þar sem þjóðin stendur á krossgötum þar sem hún verður að velja hvort hún vilji áframhaldandi misskiptingu og frekari álvæðingu með núverandi stjórnarflokkum, eða hvort hún vilji fara hina leiðina þar sem náttúran fær að njóta vafans – og bundinn verður endi á þá ógnvænlegu þróun að misskipting auðs hér á Íslandi hefur farið frá því að vera eins og á hinum Norðurlöndunum yfir í að verða eins og á Bretlandi. Með sama áframhaldi getum við náð Bandaríkjunum í misskiptingu á næsta kjörtímabili.

Í dag eru vinstriflokkarnir skýr valkostur til að stoppa aukna misskiptingu og til að vernda náttúru Íslands. Við hér á Pólitík.is mælum með flokki frjálslyndra jafnarðarmanna – Samfylkingunni – í komandi kosningum til að tryggja að frelsi í viðskiptum og umburðarlyndi gagnvart fyrirtækjum á markaði gleymist ekki við endurreisn félagslega kerfisins í næstu ríkistjórn.

Góða helgi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand