Samhengi eða smáatriði?

Til eru tvær tegundir stjórnmálamanna: þeir sem fást við smáatriði og þeir sem sjá hlutina í samhengi. Smáatriðastjórnmálamenn taka ákvarðanir með skammtímahagsmuni í huga, en samhengisstjórnmálamenn hugsa til lengri tíma. Stjórnmálamaður sem hugsar til lengri tíma er ekki hræddur um að taka óvinsælar ákvarðanir, ef hann telur þær nauðsynlegar á leiðinni að settu marki. Hugur smáatriðastjórnmálamannsins er hins vegar uppfullur af áhyggjum, hann þarf að hugsa um eigin hag og fer oftast einföldustu leiðina, þá leið sem tryggir honum stólinn. Í huga hans mega óskir umbjóðenda víkja fyrir hans eigin, og hugsjónum má auðveldlega fórna á altari hagsmunanna. Slíkir stjórnmálamenn gera oft meira ógagn en gagn. Til eru tvær tegundir stjórnmálamanna: þeir sem fást við smáatriði og þeir sem sjá hlutina í samhengi. Smáatriðastjórnmálamenn taka ákvarðanir með skammtímahagsmuni í huga, en samhengisstjórnmálamenn hugsa til lengri tíma. Stjórnmálamaður sem hugsar til lengri tíma er ekki hræddur um að taka óvinsælar ákvarðanir, ef hann telur þær nauðsynlegar á leiðinni að settu marki. Hugur smáatriðastjórnmálamannsins er hins vegar uppfullur af áhyggjum, hann þarf að hugsa um eigin hag og fer oftast einföldustu leiðina, þá leið sem tryggir honum stólinn. Í huga hans mega óskir umbjóðenda víkja fyrir hans eigin, og hugsjónum má auðveldlega fórna á altari hagsmunanna. Slíkir stjórnmálamenn gera oft meira ógagn en gagn.

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins, tilheyra smáatriðaflokknum. Þeir þykjast berjast fyrir frjálsum viðskiptum, opnu kerfi, þar sem borgurunum er gert kleift að fylgjast með framkvæmdum ríkisvaldsins. Í nafni frjálshyggju og frelsis ráðast þeir að fjölmiðlum sem þeir telja taka við skipunum að ,,ofan”, þessa fjölmiðla vilja þeir brjóta upp… til að borgararnir geti nú treyst þeim fréttum sem þeir heyra.

Lítil er hins vegar innistæðan fyrir þessum málflutningi. Sjálfstæðismenn ættu að taka til heima hjá sér áður en þeir bjóða upp á alþrif annars staðar. Predikanir fyrir ,,gegnsæi” virka sem hvísl á meðan flokkurinn sjálfur er eins og svartur kassi. Er ekki eðlilegt að opna fyrst eigið bókhald áður en farið er fram á það sama við fjölmiðla eða fyrirtæki úti í bæ? Hverra erinda eru þeir að ganga, sinna eigin, eða kannski einhverra fjársterkra skjólstæðinga sem endurgjalda greiðann? Eru eigendur Morgunblaðsins í þessum hópi? Vilja Sjálfstæðismenn kannski bara ráða niðurlögum Norðurljósa svo þeirra eigin skoðanir verði áfram einráðar?

Þessi pistill á ekki að vera einhver samsærislumma. Honum er einungis ætlað að benda á sumar þeirra spurninga sem komið geta upp þegar öll sagan er ekki sögð. Samhengisstjórnmálamaður hefði byrjað að taka til heima hjá sér. Hann hefði opnað bókhaldið og gefið fólki forsendur til að dæma gjörðir sínar á staðreyndum, ekki tilgátum.

Þegar flugslys verður fást skýringar á því sem úrskeiðis fer þegar svarti kassinn finnst. Kannski geymir svarti lokaði kassinn í Valhöll skýringar á skrítnum ákvörðunum, sem hafa leitt til pólitískra slysa? Innihald hans gæti líka eytt öllum efasemdum þar að lútandi. Ef svo er, á Valhöll valið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand