Jafnrétti er líka málefni karla!

Í forsíðufrétt Fréttablaðsins þann 25. september síðastliðinn var fjallað mjög svo stuttlega um norræna ráðstefnu í Reykjavík í tilefni 30 ára samstarfsafmælis norðurlanda á sviði jafnréttismála. Nú kom ekki mikið fram um ráðstefnuna í þessari stuttu frétt. Þar var þó vitnað í framsögu Vigdísar Finnbogadóttur á ráðstefnunni þar sem hún veltir upp eftirfarandi spurningu: ,,Af hverju eru konur ávallt sendar á fundi þar sem ræða á stöðu kvenna í samfélaginu?“ Í forsíðufrétt Fréttablaðsins þann 25. september síðastliðinn var fjallað mjög svo stuttlega um norræna ráðstefnu í Reykjavík í tilefni 30 ára samstarfsafmælis norðurlanda á sviði jafnréttismála. Nú kom ekki mikið fram um ráðstefnuna í þessari stuttu frétt. Þar var þó vitnað í framsögu Vigdísar Finnbogadóttur á ráðstefnunni þar sem hún veltir upp eftirfarandi spurningu: ,,Af hverju eru konur ávallt sendar á fundi þar sem ræða á stöðu kvenna í samfélaginu?“

Er jafnrétti bara fyrir konur?
Og þarna hitti Vigdís naglann á höfuðið. Hvernig stendur á því að jafnrétti er yfirleitt álitið málefni kvenna? Það hlýtur að teljast grundvallarskilyrði, ef menn ætla á annað borð að ná einhverjum árangri í jafnréttismálum, að bæði kyn taki fullan þátt í að leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir enn þann dag í dag. Það getur ekki verið að körlum sé sama um kjör maka sinna, systra eða dætra. Þeir eru allavega fáir feðurnir sem myndu svara því játandi að dætur þeirra eigi minna skilið fyrir vinnuframlag sitt í framtíðinni heldur en synir þeirra?

Fordómar í garð jafnréttis
Ég tel að við mundum ná mun meiri árangri í jafnréttismálum ef við fengjum karla með í baráttuna. Því miður eru mjög fáir karlar sem hafa þor til að skilgreina sig sem virka jafnréttissinna, hvað þá feminista. Það er því þannig að fjölmargir karlmenn telja jafnréttismál vera málaflokk sem eingöngu hvílir á könnu kvenþjóðarinnar. Oft hefur maður heyrt rök sem hljóða eitthvað á þá leið að ef konum er svona annt um jafnrétti, af hverju gera þær þá ekki bara eitthvað í því sjálfar, krefjist hærri launa og taki virkari þátt í forystu stjórnmála?

Málið er ekki svo einfalt
Þeir sem hafa kynnt sér baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna og stöðu þeirra mála í dag hafa flestir gert sér grein fyrir því að rót vandans felst ekki í því að konur geri minni kröfur heldur en karlar. Rót vandans liggur í samfélagsgerðinni í heild og misréttið hefst strax á fyrstu árum barna. Enn þann dag í dag erum við föst í staðalmyndum kvenna og karla. Strákar leika sér í byssó og stelpur leika sér með dúkkur og í grunnskóla er strákum hrósað fyrir skapandi hugsun og stúlkunum er hrósað fyrir fallegan frágang. Lengi væri hægt að telja upp mismunandi ástæður fyrir misréttinu sem vissulega er til staðar í samfélaginu. Það er því löngu kominn tími til að hætta þeim fornaldarhugsunarhætti að konur einar verði að berjast fyrir jöfnum rétti sínum í samfélaginu. Karlarnir verða líka að vera með.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand