Samfylkingunni ber skylda til að tryggja að Ísland sæki um aðild

jofnogfrjals3Ályktun Ungir jafnaðarmenn vilja að Samfylkingin og Vinstri græn myndi nýja ríkisstjórn. Til að svo megi verða þurfa flokkarnir að færa valdið til þjóðarinnar.

jofnogfrjals3

Ályktun Ungir jafnaðarmenn fagna sigri jafnaðarstefnunnar í nýafstöðnum kosningum. Nú er hægt að mynda raunverulega félagshyggju- og velferðarstjórn. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins. Hún kemur til með að leika lykilhlutverk við uppbyggingu ásamt þeim fjölda þingmanna sem vilja fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Skipan kvenna á þingi er sérstaklega ánægjuleg enda hefur barátta fyrir kvennfrelsi og samningum við Evrópusambandið verið sérstaða Samfylkingarinnar í íslenskum stjórnmálum.

Stærsta vandamál Íslands í dag er gjaldþrota peningamálastefna. Hún bætist ofan á alþjóðlega bankakreppu sem gerir það að verkum að enn brýnna er að leysa vanda íslensku krónunnar. Besta lausnin er að taka upp evru með stuðningi frá Evrópska seðlabankanum. Til þess að það sé mögulegt þurfum við að ganga í Evrópusambandið með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ungir jafnaðarmenn telja að kostirnir myndu vega miklu þyngra.

Úrslit kosninganna tala sínu máli. Stjórnmálaflokkar sem vilja skoða nánara samstarf við Evrópu og stefna að upptöku evru eru í meirihluta. Samfylkingunni ber því skylda til að tryggja að Ísland sæki um aðild sem fyrst og leggja samninginn í dóm þjóðarinnar. Að  öðrum kosti fari hún ekki í ríkisstjórn. Þannig tekur hún málið úr höndum þingsins og færir í hendur þjóðarinnar.

Ungir jafnaðarmenn vilja að Samfylkingin og Vinstri græn myndi nýja ríkisstjórn. Til að svo megi verða þurfa flokkarnir að færa valdið til þjóðarinnar. Þjóðin á að ákveða hvort hún vilji upptöku evru og hvort hún gangi í Evrópusambandið að undangengnum samningaviðræðum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand