Í Alþingiskosningum á laugardaginn greiddu um 30 prósent kjósenda Samfylkingunni atkvæði sitt. Samfylkingin hlaut því 20 þingmenn og næstbestu kosningu vinstriflokks í sögu Íslands. Jafnframt hlutu félagshyggjuflokkarnir í fyrsta skipti meira en helming atkvæða.
Í Alþingiskosningum á laugardaginn greiddu um 30 prósent kjósenda Samfylkingunni atkvæði sitt. Samfylkingin hlaut því 20 þingmenn og næstbestu kosningu vinstriflokks í sögu Íslands. Jafnframt hlutu félagshyggjuflokkarnir í fyrsta skipti meira en helming atkvæða. Ríkisstjórnarflokkarnir Samfylking og Vinstri græn hlutu 51,5 prósent atkvæða og þar með 34 þingmenn af 63.
Kosningarnar voru einnig sigur fyrir Evrópusinna. Flokkarnir þrír sem höfðu aðildarumsókn að ESB á stefnuskrám sínum, Samfylking, Borgarahreyfing og Framsóknarflokkur, fengu samtals 33 þingmenn og 52 prósent atkvæða. Krafa Íslendinga um aðildarumsókn er því skýr og verður Samfylkingin að hlýða á hana.
Konum fjölgaði á þingi í kosningunum. Eru þær nú 27 af 63 þingmönnum, eða 43 prósent. Endurnýjun varð einnig mikil, 27 þingmenn taka nú sæti á Alþingi í fyrsta skipti og eru það 43 prósent þingheims. Flestir nýju þingmannanna koma úr röðum Samfylkingarinnar, eða níu talsins, tæplega helmingur þingflokks Samfylkingarinnar.
Sjálfstæðisflokkur hlaut verstu útreið í sögu sinni, eða 23,7 prósent. Þá hlaut Framsóknarflokkur næstverstu kosningu í sögu sinni, eða 14,8 prósent.
Ungir jafnaðarmenn vilja þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera sigur Samfylkingarinnar sem stærstan. Jóhanna Sigurðardóttir hefur nú óskorað umboð til að leiða næstu ríkisstjórn undir merkjum jafnaðarstefnunnar.