Frjálslynd jafnaðarstefna Samfylkingarinnar

145342194_273e0b9660

LEIÐARI Það er mikilvægt fyrir Samfylkinguna að varðveita eiginleika sína sem frjálslyndur jafnaðarflokkur, starfa í þágu frelsis og sanngirni svo lögmál markaðarins fái notið sín og styðji við markmið um mannvænt samfélag.

145342194_273e0b9660

LEIÐARI Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar og Vinstri Grænna sem nú standa yfir eru vonandi fyrsta skrefið í átt að skynsamlegri uppbyggingu íslensks samfélags. Þessir tveir flokkar virðast geta unnið mjög vel saman og það á jafnræðisgrundvelli. Báðir hafa flokkarnir manneskjulegt samfélag að leiðarljósi og byggja á hugmyndinni um félagshyggju við skipan þjóðmála.

Að sama skapi er mikilvægt að draga betur upp það sem skilur flokkana að og gæta þess að Samfylkingin viðhaldi sérstöðu sinni. Fyrir utan áhersluna á ESB greinir flokkana mjög á um viðhorf til atvinnulífs, fjármagns og frelsi markaðarins.
Öllu Samfylkingarfólki væri hollt að lesa ráðleggingar Jóns Steinssonar til vinstristjórnar sem birtast í Morgunblaðinu mánudaginn 27. apríl s.l. Þar er mjög skilmerkilega lýst mörgum af ástæðum þess að Sjálfstæðisflokknum hefur mistekist að byggja hér upp öflugt atvinnulíf. Jafnframt eru þar hugmyndir um opinn, réttlátan og vel stýrðan markað.

Samfylkingin hefur borið gæfu til treysta á mátt þess fólks sem starfar í atvinnulífinu á eigin verðleikum. Eitt af aðalsmerkjum Samfylkingarinnar hefur verið trúin á að markaðir starfi vel og leysi upp á eigin spýtur mörg verkefni séu aðstæður á annað borð fyrir hendi. Ólíkt þeim öflum sem stjórnað hafa Íslandi s.l. áratugi hefur það verið bjargföst trú frjálslyndra jafnaðarmanna að lög og reglur hafi um margt ekki verið skiljanlegar eða réttlátar né að eftirlit með framfylgd þeirra hafi verið nægjanlegt. Þá hefur neytendavernd verið á skammarlega lágu plani. Allt þetta gefst Samfylkingunni færi á að laga nú. Það sem meira er, það er sennilega nauðsynlegt til að efla trúnna á að hér geti þrifist eðlilegt atvinnulíf nokkru sinni framar.

Í nýliðnum kosningum kom að líkindum nokkur hópur til liðs við Samfylkinguna að hægri. Vonandi tjaldar það fólk ekki til einnar nætur og skilar sér til vinnu við mótun stefnu Samfylkingarinnar á næsta Landsfundi. Þrátt fyrir góð stefnumál í atvinnumálum móðgast sennilega enginn þótt bent sé á að Samfylkingin gæti þegið meiri tiltrú atvinnulífsins á stefnu flokksins. Ekki því flokkurinn bugti sig og beygi heldur því hann byggir stífan en hæfilega rúman ramma um starfsemi fyrirtækja.
Ýmsir að bæði vinstri og hægri úr stjórnmálunum hafa gagnrýnt þessa trú á að markaðir starfi vel og geti verið heilbrigðir við góðar aðstæður og með þéttu aðhaldi. Talað hefur verið um Blairisma, sjálfur kallaði Blair það „þriðju leiðina.“Það er engin ástæða til að skammast sín fyrir það að aðhyllast blandað hagkerfi ríkis og einkaaðila. Sú leið hefur gefist vel við að skapa kjöraðstæður víða um heim. Kanada, Norðurlöndin og Frakkland eru allt fyrirmyndarríki hvert með sínu lagi og öll reiða þau sig á ríkisvaldið og atvinnulífið í bland til að tryggja afkomu sína.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand