Samfylkingin er frjálslyndi flokkurinn

,,Að sama skapi hefur Samfylkingin, ein flokka, barist fyrir niðurfellingu innflutningshafta, úreltra tolla, stimpil- og vörugjalda. Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn standa vörð um úrelt landbúnaðarkerfi sem hrifsar til sín um átta milljarða króna úr ríkissjóði árlega og enn meira frá heimilunum í landinu. Matvælaverð helst tvöfalt hærra en meðaltalið í OECD ríkjunum og Sjálfstæðisflokkurinn, sjálfskipaður talsmaður frelsisins, hreyfir hvorki legg né lið til að breyta því þvingandi kerfi sem Íslendingar mega búa við.“ Segir Steindór Grétar Jónsson í grein dagsins. Á undanförnum mánuðum hefur íslenskur stjórnmálaflokkur sem kennir sig við frjálslyndi fært sig æ hraðar í átt stjórnlyndis og þröngsýni. Stefna hans í innflytjendamálum hefur vakið óhug umburðarlynds fólks sem tekur hnattvæðingunni opnum örmum og viðurkennir að fólk er jafn misjafnt og það er margt.

Kannski var Frjálslyndi flokkurinn aldrei frjálslyndur. Í raun er það lífseigur löstur stjórnmálaflokka að festa sig í kreddum, forræðishyggju og óumburðarlyndi. Það er nefnilega ekki aðeins á vinstri-hægri kvarðanum sem hægt er að tala um átakalínur í stjórnmálum, heldur má einnig meta flokkana eftir því hversu frjálslyndir þeir eru. Og þó að það sé mótsögn fær Frjálslyndi flokkurinn falleinkunn á þeim kvarða.

Samfylkingin er flokkur frjálslyndrar jafnaðarstefnu. Stefnan er frjálslynd því hún byggir á auknu þátttökulýðræði, sjálfræði og valfrelsi, en jafnaðarstefna því sterkt velferðarkerfi, réttlátt skattkerfi og fjölbreytt menntakerfi eru hennar grunnstoðir.

Samfylkingin hefur stefnu sem byggist á trausti í garð fólks, frjálslyndi frekar en forsjárhyggju. Þetta kemur bersýnilega í ljós í innflytjendamálum, en Samfylking er talsmaður fjölmenningarsamfélagsins, aukinnar alþjóðlegar samvinnu og aðild að Evrópusambandinu. Þráhyggja ríkisstjórnarinnar um að ríghalda í íslensku krónuna orsakar að lágmarki um hálfrar milljónar króna árlegt tekjutap hvers heimilis í landinu. Stefnu ríkisstjórnarinnar í alþjóðamálum má í besta falli kalla íhaldssama, í versta falli afturhaldssama.

Að sama skapi hefur Samfylkingin, ein flokka, barist fyrir niðurfellingu innflutningshafta, úreltra tolla, stimpil- og vörugjalda. Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn standa vörð um úrelt landbúnaðarkerfi sem hrifsar til sín um átta milljarða króna úr ríkissjóði árlega og enn meira frá heimilunum í landinu. Matvælaverð helst tvöfalt hærra en meðaltalið í OECD ríkjunum og Sjálfstæðisflokkurinn, sjálfskipaður talsmaður frelsisins, hreyfir hvorki legg né lið til að breyta því þvingandi kerfi sem Íslendingar mega búa við. Þingmenn þessa frelsisflokks viðhalda meira að segja órökréttum vörugjöldum með þeim orðum að stýra þurfi neyslu fólks á ákveðnum vörum með skattlagningu. Þeim finnst Íslendingum hreinlega ekki treystandi fyrir frjálsum innanlands- og alþjóðaviðskiptum.

Samfylkingin hefur barist gegn orwellískum hugmyndum ríkisstjórnarinnar um símhleranir án dómsúrskurðar, fjölmiðlalögum, fangelsun Falun Gong, Íraksstríðinu og fangaflugi. Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað brotið mannréttindi og misnotað vald sitt. Má þar einnig nefna pólitíska skipan seðlabankastjóra og hæstaréttadómara. Samfylkingin hefur talað gegn stalínískri stóriðjustefnu, aukningu ríkisútgjalda sem skila sér ekki til borgaranna og skattpíningu á þeim sem lægstar tekjurnar hafa.

Sjálfstæðismenn geta talað að vild um sitt meinta frjálslyndi, en það breytir ekki þeirri stjórnlyndi drifnu slóð sem þeirra stjórnartíð hefur skilið eftir sig. Það er Samfylkingin sem er frjálslyndi flokkurinn í íslenskum stjórnmálum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand