Samfélag ótta og vaxandi fátæktar er ekki liklegt til samfélagslegrar framþróunar

George Bush var endurkjörinn í Bandaríkjunum og nú verður öll veröldin að taka afleiðingum þess. Hvað ætli þessi áframhaldandi vera George Bush hafi í för með sér? Það er nokkuð fyrirsjáanlegt. Hann mun halda áfram með sömu stefnu. En ætli stefnubreyting hefði orðið veruleg ef demókratar undir forystu Kerrys hefði komist til valda? George Bush var endurkjörinn í Bandaríkjunum og nú verður öll veröldin að taka afleiðingum þess. Hvað ætli þessi áframhaldandi vera George Bush hafi í för með sér? Það er nokkuð fyrirsjáanlegt. Hann mun halda áfram með sömu stefnu. En ætli stefnubreyting hefði orðið veruleg ef demókratar undir forystu Kerrys hefði komist til valda?

Ekki virðist allt hafa gengið vel hjá Bush og stjórn hans undanfarin 4 ár. Nú á dögunum kom fram skýrsla frá Pennsylavaníuháskólanum sem byggir á upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðabankanum þar sem það hefur verið skoðað hvernig hvert ríki er að standa sig hvað varðar að mæta þörfum borgara landsins varðandi heilbrigðisþjónustu, menntun, mannréttindi, þáttöku í pólitík, fjölgun, bættum hag kvenna og menningarfjölbreytni. Þar kemur fram að Bandaríkin hafa hafa lækkað úr 18 sæti í 27. sæti. Það þýðir að þeir eru í hópi með Póllandi og Slóveníu. Á síðustu 4 árum hefur þeim sem lifa undir fátækramörkum fjölgað um 4,3 milljónir. Meira en 36 milljónir Bandaríkjamanna, þar af 13 milljónir barna, lifa undir fátækramörkum sem þýðir að það eru um það bil 1/8 þjóðarinnar. Þetta er auðvitað mikill álitshnekkir fyrir leiðtogaþjóð Vesturlanda, eina raunverulega stórveldið.

Það er alveg ljóst að það er stefna Bandaríkjastjórnar sem á drjúgan þátt í þessari þróun. Við getum líka leitt líkur að því að hvað þessa þætti varðar yrði Bandaríkjunum betur stjórnað ef Kerry og demókratar hefðu komist til valda. Fylgi þeirra hefur löngum byggst á stuðningi verkalýðsstéttarinnar í Bandaríkjunum og af þeim sökum stutt hugmyndir sem plástra verstu þjóðfélagsmeinin. En munum að Demókratar eru engir sósíalistar eða sósíaldemókratar eins og við skiljum þau hugtök. Þeirra hugmyndir um velferðarkerfi eru hvergi nærri hinu norræna módeli. Líkt og repúblikanar eru þeir fyrst og fremst stuðningsmenn hins frjálsa og óhefta kapítals og þeir verja hagsmuni bandarískrar yfirstéttar með oddi og egg enda hefur hún líka kostað kosningabaráttu þeirra líkt og kosningabaráttu repúblikana. Það er því vanmat á bandarískum verkalýð að halda að demókratar séu endilega fyrsti kostur hans í kosningum.

Menn átta sig heldur ekki alveg á þeirri efnahagslegu, siðferðislegu og félagslegu kreppu sem gengið hefur yfir Bandaríkin. Undanfarin ár hefur t.a.m. hver lífeyrissjóðurinn af öðrum horfið í sviksamlegum Matadorleik forstjóra sem hafa látið mikið af þeim fjármunum renna í eigin vasa eða eytt þeim í vonlausan rekstur. Fyrir bragðið er óöryggi launþega meira en áður hefur tíðkast. Við slíkar aðstæður eru fyrstu viðbrögðin að hver hugsi um sig. Og þannig er einmitt megininnihald stefnu Bush forseta. Allt kjaftæði manna um að siðferðisleg gildi hafi ráðið vali Bush er blekking ein. Ástæðan er miklu fremur sú að búið er að svipta bandarískt efnahagslíf öllum siðferðislegum gildum.

Annað atriði sem vert er að skoða eru viðhorf Kerrys til hins óréttláta stríðs í Írak. Hver var boðskapur Kerrys? Ætlaði hann að stöðva stríðið? Ætlaði hann að bæta fyrir drápið á tugum þúnsunda, sumir segja hundrað þúsund íraskra manna, kvenna og barna? Ónei. Kerry ætlaði bara að heyja skynsamlegra stríð gegn terrorisma og gáfulegra stríð í Írak. Hvernig er hægt að slá ryk í augu manna með slíkri stefnu? Reyndin var líka sú að Kerry beið ósigur. Stefna hans á þessu sviði var ekki sannfærandi. Hvað sem því líður er ljóst að hann ber ekki ábyrgð á núverandi stríðsrekstri og ég vil segja því sem nálgast þjóðarmorði í Írak. Þetta ósanngjarna stríð sem Bandaríkjamenn eru að reka er líka greinilega farið að taka sinn toll af samfélaginu.

Stríðið og óttinn við ógn hryðjuverka hefur einnig haft árhif á tjáningarfrelsið. Margir hafa um það fjallað hvernig fjölmiðlar hafa verið þvingaðir til að flytja einungis þær fréttir sem stríðsherrunum eru þóknanlegar. Slík þvingun heldur ekki til lengdar og því hafa flotið upp á yfirborðið fréttir af pyndingar- og dauðasveitum Bandaríkjamanna í Írak.

En tjáningafrelsi á undir högg að sækja á öðrum sviðum í Bandaríkjunum. Vaxandi tilhneiging er til að setja auknar skorður á alla tjáningu, jafnvel á verk sem telja má listræn. Nú þykir mönnum fjarskiptanefndin í Bandaríkjunum (FCC, „Federal Communications Commission“) farin að skipta sér heldur mikið af. Sjónvarpsstöðin CBS var sektuð um 34 milljónir króna nýlega fyrir að sýna annað brjósið á Janet Jackson í beinni útsendingu frá Super Bowl leik hér um árið og nú berast fréttir um að sjónvarpsútsendingar á myndinn i Saving privat Ryan hafi verið stöðvaðar. Í nýlegri frétt í Morgunblaðinu segir að nærri þriðjungur systurstöðva ABC sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hafi neitaði að sýna þessa Óskarsverðlaunamynd á fimmtudaginn, af ótta við viðurlög bandarísku fjarskiptanefndarinnar. Í myndinni er blótað og byrjunaratriði hennar, þar sem innrásin í Normandí er sýnd, er afar ofbeldisfullt.

Samfélag ótta og vaxandi fátæktar er ekki liklegt til samfélagslegrar framþróunar. Það má því búast við vaxandi félagslegri og pólitískri kreppu í landinu í vestri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand