Glæsilegur fulltrúi jafnaðarmanna

Pólitík.is óskar Steinunni Valdísi Óskarsdóttur innilega til hamingju með nýja embættið, en eins og alþjóð veit var tilkynnt á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis í fyrradag að Steinunn yrði næsti borgarstjóri Reykvíkinga. Pólitík.is óskar Steinunni Valdísi Óskarsdóttur innilega til hamingju með nýja embættið, en eins og alþjóð veit var tilkynnt á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis í fyrradag að Steinunn yrði næsti borgarstjóri Reykvíkinga.

Steinunn Valdís hefur átt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur allt frá því að R-listinn vann glæstan sigur í borgarstjórnarkosningunum árið 1994, en hún var þá 29 ára gömul. Í störfum sínum fyrir borgina hefur Steinunn komið víða við – hún átti lengi sæti í bygginganefnd, í átta ár var hún formaður Íþrótta- og tómstundaráðs og í tvö ár var hún formaður Jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar. Á þessu kjörtímabili hefur Steinunn m.a. verið formaður Skipulags- og byggingarnefndar, átt sæti í Samgöngunefnd og verið varaformaður stjórnar Orkuveitunnar. Skipulagsmál hafa lengi við Steinunni hugleikinn og skrifaði hún athyglisverða grein um þau hér á vefriti allra landsmanna – Pólitík.is – fyrir rúmlega ári síðan.

Steinunn lauk stúdentsprófi frá MS árið 1986 og BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands fyrir tólf árum. Á háskólaárum sínum starfaði Steinunn innan Rösku, samtaka félagahyggjufólks við Háskóla Íslands. Samtökin komust í meirihluta í Stúdentaráði árið 1990 og héldu honum allt til ársins 2002. Steinunn sat í Stúdentaráði 1990-1992 og var formaður Stúdentaráðs seinna árið. Eftir útskrift starfaði Steinunn hjá rannsóknarstofu í kvennafræðum og var framkvæmdastjóri Hallveigarstaða. Hún er ein af stofnendum Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks, sem beitti sér fyrir sameiningu vinstrimanna. Steinunn hefur beitt sér nokkuð í jafnréttismálum. Á stofnfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var í byrjun maí árið 2000 var Steinunn kjörin fyrsti ritari flokksins eftir spennandi kosningu um embættið við þáverandi varaformann Ungra jafnaðarmanna, Katrínu Júlíusdóttur.

Steinunn Valdís, sem verður sextándi borgarstjóri Reykjavíkurborgar, er glæsilegur fulltrúi okkar jafnaðarmanna í þetta veigamikla embætti og vert er að óska henni á ný hjartanlega til hamingju.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand