Hvers virði er menntun?

Loksins er margra vikna verkfalli grunnskólakennara lokið…eða hvað? Samningar hafa ekki tekist og allir eru reiðir. Fjöldi kennara situr enn heima og í mörgum skólum er lítil eða engin kennsla. Þegar svona ástand skapast í þjóðfélaginu getur maður ekki annað en velt fyrir sér hvers menntun er metin hér á landi. Iðulega heyrast yfirlýsingar um hversu mikilvægt sé að byggja upp öflugt þekkingarsamfélag og að fátt sé verðmætara en menntun. En svo þegar það kemur að því að leggja peninga í menntun kemur annað hljóð í skrokkinn. Loksins er margra vikna verkfalli grunnskólakennara lokið…eða hvað? Samningar hafa ekki tekist og allir eru reiðir. Fjöldi kennara situr enn heima og í mörgum skólum er lítil eða engin kennsla. Þegar svona ástand skapast í þjóðfélaginu getur maður ekki annað en velt fyrir sér hvers menntun er metin hér á landi. Iðulega heyrast yfirlýsingar um hversu mikilvægt sé að byggja upp öflugt þekkingarsamfélag og að fátt sé verðmætara en menntun. En svo þegar það kemur að því að leggja peninga í menntun kemur annað hljóð í skrokkinn.

Ríkisstjórnin hefur vægast sagt brugðist einkennilega við þeim aðstæðum sem hafa verið uppi undanfarnar vikur. Forsætisráðherra hefur varla sést og þá sjaldan að hann sést fer hann í kringum málið eins og köttur í kringum heitan graut. Menntamálaráðherra firrar sig allri ábyrgð, málefni grunnskóla eru á ábyrgð sveitarstjórna og virðast ekki koma henni við. Svo þegar ríkisstjórninni varð loks ljóst að deilendur næðu ekki saman (mörgum vikum eftir að þorra þjóðarinnar hafði komist að sömu niðurstöðu) eru einfaldlega sett lög á verkfallið.

En engum í ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar virðist hafa dottið í hug að skoða af hverju aðilum gekk svona illa að ná saman. Málið er að kennarar eru skiljanlega orðnir langþreyttir á lágum launum og ætla ekki að sætta sig við það lengur og sveitarfélögin eiga einfaldlega ekki næga peninga til þess að mæta kröfum kennara.

Og ríkisstjórnin dirfist að stinga höfðinu í sandinn og færa alla ábyrgð yfir á sveitarfélögin. Staðreyndin er hins vegar sú að það er Alþingi sem hefur lagt gríðarlegar skyldur á sveitarfélög með grunnskólalögum og verður að láta nægilegt fjármagn fylgja með til þess að sveitarfélögin kikni ekki fjárhagslega undan þeirri ábyrgð. Yfirstjórn málefna grunnskóla hvílir á menntamálaráðherra og endanleg ábyrgð hvílir þar, ekki á sveitarfélögunum.

Gefið hefur verið í skyn að aukinn kostnaður við rekstur grunnskóla sé einungis vegna þess að sveitarfélög hafi farið á einhvers konar eyðslufyllerí við rekstur skólanna. Síðan sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna hefur gríðarlega mikið breyst. Einsetning grunnskóla var skiljanlega kostnaðarsöm og kallaði ekki einungis á breytingu á húsnæði heldur þurfti einnig að ráða inn mikið af starfsfólki. Skóli án aðgreiningar hefur einnig reynst dýr og svo mætti lengi telja. Og staðreyndin er sú að sveitarfélögin hafa staðið sig gríðarlega vel án þess að hafa fengið nægilegt fjármagn frá ríkinu til að sinna þessu mikilvæga verkefni. Sveitarfélögin hafa einfaldlega verið að standa sig betur en ríkið gerði þegar það rak grunnskólana. Það er engu líkara en að ríkisstjórninni finnist sveitarfélögin vera að standa sig of vel. Skilaboðin til sveitarfélaganna er sá að það eigi ekki að eyða svona miklu í menntun barnanna, gerið bara ekki svona vel og þá er þetta ekkert mál.

Í stað þess að horfast í augu við þessa staðreynd velur ríkisstjórnin þá leið að setja einfaldlega lög á verkfallið. Í stað þess að reyna að leysa vandann og tryggja börnunum okkar þá menntun sem þau eiga skilið er ýtir ríkisstjórnin vandamálinu einfaldlega á undan sér. Gerðardómur mun koma saman og komast að niðurstöðu. Stóra spurningin er hins vegar sú, hvað gerist næst þegar semja þarf um laun kennara? Ef ekki verður tekið á vandanum núna mun hann einungis magnast og allir aðilar málsins eiga betra skilið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand