Sameining sama hvað

Mín skoðun er sú að sveitarfélög eigi að leitast eftir því að veita íbúum sínum sem besta þjónustu og lífskjör. Sveitarfélög hafa ekki þann tilgang að viðhalda sjálfum sér „afþví bara“. Sveitarfélög eru sköpuð og þeim viðhaldið með það eitt sem hlutverk að þjónusta íbúana á sem bestan máta. Ef sameining er leiðin til þess, styð ég sameiningu heilshugar. En sameiningu í óþökk meirihluta íbúanna get ég ekki stutt. Sameining sveitarfélaga er mikið í deiglunni núna, enda ekki furða, kosningum um sameiningu nýlokið. Að mörgu leyti virðist þetta málefni vera að taka á sig svipaða mynd og flugvallarmálið. Fólk skiptir sér orðið sífellt meira í lið og það virðist erfiðara fyrir okkur að fá heildarmynd af málinu. Þetta er að mínu mati slæm þróun. Um er að ræða stórt málefni sem felur í sér stóra ákvörðun, ekki bara vegna þess hversu stórtæk breyting þetta er á stjórnsýslu, heldur einnig vegna þess að íslensk lög leyfa ekki að þessari ákvörðun verði breytt.

Það er gott dæmi um þann farveg sem málið er komið í að Árni Magnússon félagsmálaráðherra, hefur nánast hótað því að verði ekki af sameiningu með kosningu verði næsta skref sameining með lögum. Þessháttar vinnubrögð virðast vera mjög ríkjandi í ríkisstjórn „Frelsisins“ þegar viðkemur að því að framfylgja vilja fólksins. Þeim er það ekki mikið mál svo framarlega sem vilji fólksins sé í takt við „hina réttu“ sýn og skoðun.

Mín skoðun er sú að sveitarfélög eigi að leitast eftir því að veita íbúum sínum sem besta þjónustu og lífskjör. Sveitarfélög hafa ekki þann tilgang að viðhalda sjálfum sér „afþví bara“. Sveitarfélög eru sköpuð og þeim viðhaldið með það eitt sem hlutverk að þjónusta íbúana á sem bestan máta. Ef sameining er leiðin til þess, styð ég sameiningu heilshugar. En sameiningu í óþökk meirihluta íbúanna get ég ekki stutt.

Það er oft erfitt að átta sig á því þegar maður starfar í miðju stjórnmála hversu lítið manns persónulega skoðun skiptir í raun. Fólkið á rétt á ákvörðunartöku en ekki maður einn. Sameining sveitarfélaga, hvort sem það eru 50 eða 1000 manna sveitafélög, verður að vera gerð út frá forsendum íbúanna en ekki stjórnmálamanna. Stjórnmálamenn og –flokkar hafa augljósa hagsmuni í þessu máli. Með sameiningu sveitarfélaga fækkar sveitastjórnarmönnum og því leggjast margir gegn henni. En um leið er það mjög algengt að heilu bæjarfélögin styðji eitt stjórnmálafl fremur en annað og því getur sameining stórkostlega breytt bæjarfélögum sem hefðarinnar vegna hafa verið í „eigu“ stjórnmálaflokkanna. Með þessu er ekki sagt að stjórnmálamenn hafi alltaf sína eigin hagsmuni í huga en ekki fólksins. Það er því miður hinsvegar svo að oft vilja pólitíkusar eins og aðrir gleyma því að þeirra eigin hagsmunir eru ekki hagsmunir fólksins.

En hvernig getum við tekið upplýsta ákvörðun um þetta mál? Málið er flókið og víðtækt og þegar mál eru komin í þennan farveg að fólk skipti sér upp í lið verður alltaf erfiðara að fá raunhæfa mynd af málinu. Á hvaða forsendum fer sameining fram? Eru gerðir samningar sem hið nýstofnaða sveitafélag þarf að framfylgja til þess að sameiningin sé lögleg og eru þeir kynntir almenningi? Því miður virðist svo ekki vera. Eru kosningar um sameiningu sveitafélagana þá ekki í raun kosningar um samning sem enn er ekki til? Hvernig getum við kosið um að sameina „sama hvað“? Hvernig stendur á því að kosið er um sameiningu áður en fyrir liggur einhverskonar áætlun um verklag?

Allflestir vilja tryggja sem best lífsskilyrði og þjónustu til handa fólkinu. En ef kosið er um sameiningu sameiningarinnar vegna, hvað er þá verið að kjósa um? Afleiðingarnar tel ég ekki vera ljósar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið