Frábær fundur með Ágústi Ólafi

Í gær mætti Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í spjall til okkar ungra jafnaðarmanna um heilbrigðismál. Hann stiklaði á stóru yfir skýrslu heilbrigðisvinnuhóps Samfylkingarinnar sem samþykkt var á síðasta landsfundi. Þessi skýrsla var unnin í kjölfar ákvörðunar á landsfundinum 2003 um að setja heilbrigðismál í öndvegi… Í gær mætti Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í spjall til okkar ungra jafnaðarmanna um heilbrigðismál. Hann stiklaði á stóru yfir skýrslu heilbrigðis- vinnuhóps Samfylkingarinnar sem samþykkt var á síðasta landsfundi. Þessi skýrsla var unnin í kjölfar ákvörðunar á landsfundinum 2003 um að setja heilbrigðismál í öndvegi, en þessi skýrsla er einstaklega greinargóð og vel unnin. Þess má geta að á fundi vinnuhópsins komu fjölmargir sérfræðingar og einnig heimsótti hópurinn helstu vinnustaði á heilbrigðissviðinu.

Eftir framsögu Ágústs Ólafs sköpuðust líflegar umræður og margar hugmyndir vöknuðu. Að lokum var ákveðið að halda fund í næstu viku og um einkarekstur og hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og tengja það eflingu heilbrigðisþjónustu sem útflutnings og atvinnugrein. Við stefnum að því að halda fundinn næsta fimmtudag en það fer aðeins eftir því hvað hentar viðmælendum svo fundurinn verður auglýstur nánar síðar.

Ég vona að sem flestir kynni sér þessa skýrslu heilbrigðisvinnuhópsins og þá sérstaklega hlutann um einkarekstur því hann er nokkuð umdeildur innan okkar raða. Það er mikilvægt að þeir sem eru á móti einkarekstri í heilbrigðisgeiranum kynni sér okkar hugmyndir um einkarekstur, því „einkarekstur” er ekki alltaf það sama og „einkarekstur”, hvað þá einkavæðing.

Ég hvet alla til að mæta á fundinn í næstu viku og taka þátt í umræðunum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand