Sameiginleg ályktun ungliðahreyfinga

Heimdallur, Samband ungra Framsóknarmanna í Reykjavík suður, Ung frjálslynd, Ungir jafnaðarmenn og Ung Vinstri græn skora á allsherjarnefnd að hleypa frumvarpi um niðurfellingu fyrningarfrests í kynferðisafbrotamálum gegn börnum út úr nefndinni. Leyfa á Alþingi að afgreiða frumvarpið á lýðræðislegan hátt í samræmi við þingskaparlög en frumvarpið hefur legið óafgreitt hjá nefndinni í hartnær 2 ár. Ungliðar hvetja nefndarmenn til að horfa fram hjá flokkspólitískum dráttum og sjá hve mikið þjóðþrifa- og mannréttindamál þetta er, en ekki pólitík til hægri eða vinstri. Heimdallur, Samband ungra Framsóknarmanna í Reykjavík suður, Ung frjálslynd, Ungir jafnaðarmenn og Ung Vinstri græn skora á allsherjarnefnd að hleypa frumvarpi um niðurfellingu fyrningarfrests í kynferðisafbrotamálum gegn börnum út úr nefndinni. Leyfa á Alþingi að afgreiða frumvarpið á lýðræðislegan hátt í samræmi við þingskaparlög en frumvarpið hefur legið óafgreitt hjá nefndinni í hartnær 2 ár. Ungliðar hvetja nefndarmenn til að horfa fram hjá flokkspólitískum dráttum og sjá hve mikið þjóðþrifa- og mannréttindamál þetta er, en ekki pólitík til hægri eða vinstri.

Breið samstaða er um að fella niður fyrningarfrest í kynferðisafbrotamálum gegn börnum. Ekki einungis hjá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokka heldur hafa rúmlega 10.000 einstaklingar sent áskorun til þingmanna í gegnum vefsíðu Blátt áfram, www.blattafram.is. Einnig hafa fjölmargir fagaðilar sem allsherjarnefnd sendi málið til umsagnar, svo sem Barnahús, Kvennaathvarf, Stígamót o.fl., lýst yfir stuðningi við frumvarpið ogfagnað því.

Í ljósi þess breiða og mikla stuðnings sem málið hefur meðal almennings og sérfræðinga krefjast ungliðahreyfingarnar þess að málið verði afgreitt úr allsherjarnefnd fyrir þinghlé eða að þeir sem hindra eðlilega framgöngu málsins rökstyðji afstöðu sína til málsins opinberlega. Ungliðahreyfingarnar telja að kynferðisafbrot gegn börnum eigi að vera flokkuð með öðrum brotum sem ekki fyrnast, svo sem manndrápi, mannráni, broti gegn stjórnarskipan ríkisins o.fl. brota sem teljast til alvarlegustu afbrota.

Að leyfa máli að sofna í nefnd er afstaða í sjálfu sér. Þetta er mál sem snertir okkur öll. Nýjustu tölur sýna að nær fimmta hvert barn verður fyrir kynferðislegri misnotkun og það er eitthvað sem þjóðin öll verður setja alla sína krafta í að stöðva.

Við hvetjum almenning einnig til að láta í sér heyra og senda áskorun til nefndarmannanna af vefsíðunni www.blattafram.is.

Heimdallur,
Samband ungra Framsóknarmanna í Reykjavík suður,
Ung frjálslynd,
Ungir jafnaðarmenn
og Ung Vinstri græn

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand