Rokkað gegn biðlistum!

Stórtónleikar Samfylkingarinnar á NASA laugardaginn 28. apríl kl. 21 og fram eftir nóttu. Frítt inn í boði ungs Samfylkingarfólks! Fram koma: Baggalútur, Sprengjuhöllin, Ske, My Summer as a Salvation Soldier, Soundspell og sigurvegarar hljómsveitakeppni Samfylkingarinnar, sem fram fer fimmtudagskvöldið 26. apríl í Iðnó.


Stórtónleikar Samfylkingarinnar á NASA laugardaginn 28. apríl kl. 21 og fram eftir nóttu

* * * Frítt inn í boði ungs Samfylkingarfólks! * * *

Fram koma:

Baggalútur
Sprengjuhöllin
Ske
My Summer as a Salvation Soldier
Soundspell og sigurvegarar hljómsveitakeppni Samfylkingarinnar, sem fram fer fimmtudagskvöldið 26. apríl í Iðnó.

Núverandi ríkisstjórn er ríkisstjórn biðlistanna. Samfylkingin vill mynda nýja ríkisstjórn frelsis og jafnaðar sem leysir biðlistavandann í eitt skipti fyrir öll.

Vanræksla ríkisstjórnarinnar gagnvart Íslendingum sem eru hjálpar þurfi er fullkomlega ólíðandi.

400 ný hjúkrunarrými vantar til þess að allir geti fengið inni á hjúkrunarheimili óháð aldri. Samfylkingin vill byggja 400 ný hjúkrunarrými á næstu 18 mánuðum.

170 börn bíða nú eftir plássi hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og er meðalbiðtíminn um eitt og hálft ár. Samfylkingin vill eyða biðlistum á BUGL hið snarasta. Þetta kemur fram í sérstakri barnastefnu flokksins, Unga Íslandi.

Samfylkingin vill einnig eyða biðlistum eftir greiningu á Greiningarstöð ríkisins. Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir greiningu, en án hennar fá þau ekki sérúrræði í skólum.

Núverandi ríkisstjórn er ríkisstjórn biðlistanna. Samfylkingin vill mynda nýja ríkisstjórn frelsis og jafnaðar sem leysir biðlistavandann í eitt skipti fyrir öll.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand