Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi var haldinn sl. föstudaginn í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Hamraborg. Katrín Júlíusdóttir alþingiskona og Guðríður Árnadóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi ávörpuðu fundinn. Á fundinum var Arna Huld Sigurðardóttir nemi í hjúkrunarfræði kjörin nýr formaður félagsins. Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi var haldinn föstudaginn 27. apríl í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Hamraborg. Katrín Júlíusdóttir alþingiskona og Guðríður Árnadóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi ávörpuðu fundinn. Á fundinum var Arna Huld Sigurðardóttir nemi í hjúkrunarfræði kjörin nýr formaður félagsins í stað Jens Sigurðssonar. Samþykktar voru fjórar ályktanir á fundinum og munu þær birtast hér á Pólitík.is fljótlega.
Stjórn Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi 2007 – 2008
Arna Huld Sigurðardóttir, formaður
Dagbjört Hákonardóttir, varaformaður
Jón Skjöldur Níelsson, gjaldkeri
Helena Sif Magnúsdóttir, ritari
Anna Dröfn Ágústsdóttir, meðstjórnandi
Fannar Freyr Ívarsson, meðstjórnandi
Finnborg Salome Steinþórsdóttir, meðstjórnandi
Hlynur Hallgrímsson, meðstjórnandi
Kristján Ingi Gunnarsson, meðstjórnandi
Steinunn Hákonardóttir, meðstjórnandi
Að fundi loknum hófst gleði mikil þar sem Róbert Marshall, Guðmundur Steingrímsson og Sprengjuhöllin tróðu upp.