Risasmá

,,Nú er því kominn tími til að sýna öðrum löndum meiri hjálpsemi en við höfum gert hingað til. Ég vil því hvetja utanríkisráðherra okkar að halda áfram að móta okkar eigin utanríkisstefnu, efla enn meir þróunaraðstoð. Stuðla að því að Ísland hjálpi Afríkuþjóðum að fá ódýrari lyf.“ Segir Sölmundur Karl Pálsson stjórnarmaður í Ungum jafnaðarmönnum á Akureyri. Það má segja að við Íslendingar séum skrítin þjóð. Í mörgu sem við leggjum okkur fyrir hendur teljum við að fáir geri betur. Í knattspyrnu teljum við ávallt og gerum þá kröfu að liðið okkar vinni eða standi í stærstu þjóðum heims. Þegar við keppum í Júróvision búumst við ávallt eftir sigri, sama hversu lagið er gott. Kaupsýslumenn okkar herja stanslaust á erlenda markaði, kaupa fyrirtækji sem eru miklu stærri. Oftar en ekki kaupa þeir fyrirtækji sem hafa verið í miklum taprekstri og snúa við rekstrinum eins og þeim einum er lagið. Það er ekki til minnimáttakennd í Íslenskum kaupsýslumönnum, og þrátt fyrir smæð landsins eru þeir tilbúnir að sigra heiminn. Ójá, allann heiminn. Hins vegar þegar almenningur fer að ræða sín á milli um Ísland í alþjóðlegum stjórnmálum, kemur annað hljóð í skrokkinn. ,,Ísland er svo lítið“, ,,Hverjir munu hlusta á okkur” heyrist gjarnan. Einnig telja sumir að við verðum fyrst að taka til hendinni heima fyrir áður en við förum að hjálpa öðrum þjóðum.

Ísland í öryggisráð SÞ 2009
Einhverjir hafa talið almenningi í trú um að framboð Íslands sé sóun á almannafé. Aðrir telja að ,,litla” Ísland eigi sín lítils gagnvart þeim stóru, Bandaríkjunum, Rússland, Frökkum og öðrum stærri þjóðum. En ég lít á málið öðrum augum. Að sjálfssögðu verðum við ekki stór innann öryggisráðsins, en þó að við höfum ekki heldur neitunarvald þýðir það ekki að við verðum tilganglaus innann um öryggisráðið. Ef við komust inn í öryggisráðið 2009, munum við loksins geta sagt okkar skoðunum á ýmsum málum. En til þess að koma að gagni í öryggisráðinu megum við ekki fylgja kananum í einu og öllu. Heldur verðum við að þora að standa á okkar skoðun þó að hún sé í andstöðu við BNA. Því ef við verðum ávallt sammála BNA þrátt fyrir að vera í raun á móti, yrði þá lítill tilgangur með setu í öryggisráðinu. Við verðum að fylgja okkar eigin skoðunum, og móta okkar eigin utanríkisstefnu, en ekki láta endalaust draga okkur á asnaeyrum í alþjóðlegum stjórnmálum. Það yrði skylda okkar innan öryggisráðsins að segja okkar skoðun, og þá sérstaklega ef annað klúður eins og í Írak muni eiga sér stað. Árásir, eða stríð á annað land á að vera allra síðasta úræði alþjóðasamfélagsins. Því eins og við vitum þá munu árásir á önnur lönd snerta þjóðarleiðtoga landanna minnst. Heldur beinast árásir ávallt fyrst og fremst að hinum almenna borgara, án þess að vera ætlunarverk. Við verðum að vera boðberar annara úrræða en árása. Ef hinu svokölluðu ,,stóru” lönd hlusta ekki á okkur, þá gætum við þó staðið bein því við létum alþjóðasamfélagið vita að við værum á móti en ekki með. Því við vitum að ef maður stendur á sinni eigin skoðun og sannfæringu getur maður ávallt staðið uppréttur og sáttur við sjálfan sig.

Að hjálpa öðrum
Ég heyri oft þá fullyrðingu að við eigum ekki að hjálpa öðrum þar sem við eigum ennþá eftir að ganga frá ýmsum hlutum hér heima. En það er dálítið skrítið að þjóð eins og Ísland hafa verið treg við að hjálpa öðrum þjóðum. Við eigum að vita það einna best hvernig er að vera ein fátækasta þjóð Evrópu og rísa síðan upp sem ein af þeim efnuðustu í heimi. Um leið verðum við ávallt að minna okkur á að við fengum mikla hjálp, og þrátt fyrir að fara ekki eftir skilmálum hjálparinnar, fengum við samt hjálp. Hjálpin sem við fengum gleymist oft í umræðunni. Því myndi maður telja að við getum einna best hjálpað öðrum þjóðum með því að nýta reynslu okkar. Ísland veit hvernig það er að vera lítil og þurfa ávallt að keppa við stærri þjóðir. Nú er því kominn tími til að sýna öðrum löndum meiri hjálpsemi en við höfum gert hingað til. Ég vil því hvetja utanríkisráðherra okkar að halda áfram að móta okkar eigin utanríkisstefnu, efla enn meir þróunaraðstoð. Stuðla að því að Ísland hjálpi Afríkuþjóðum að fá ódýrari lyf. Einnig vil ég hvetja hina nýju ríkisstjórn að stuðla enn frekari fríverslun. Því aukinn verslun milli landa minnkar líkur á að styrjaldir brjótist út, ekki satt? Nú vil ég allavega að stjórnmálamenn og almenningur fari að nota sama hugsunarhátt og þegar við fylgjumst með handboltanum eða Eurovision.


Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag gær, 24. ágúst.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand