Borgarmálafundur UJR á miðvikudaginn

UJR halda opinn fund um borgarmál með Degi B. Eggertssyni og Sigrúnu Elsu Smáradóttur nk. miðvikudag, 22. ágúst. Áhugafólki um Orkuveituna, strætó, leikskólapláss, staðsetningu vínbúða o.s.frv. eru boðið sérstaklega velkomið.
Ágætu félagar,

Á miðvikudaginn kemur (22. ágúst) verður opinn fundur á vegum Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík um borgarmál. Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Sigrún Elsa Smáradóttir mæta og fara yfir hvað er á döfinni á næstu misserum. Áhugafólk um Orkuveituna, strætó, leikskólapláss, staðsetningu vínbúða eða hvaðeina sem snertir borgina fögru er sérstaklega boðið velkomið.

Fundurinn verður í húsnæði Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg og hefst stundvíslega kl. 18.00.

Bestu kveðjur,
Stjórnin

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand