Ríkisstjórnarsamstarf enn í uppnámi

LEIÐARI Vilji meirihluta þjóðarinnar og Samfylkingarinnar verður að veruleika. Það verður kosið í vor. Það er nauðsynlegt svo að hægt sé að mynda ríkisstjórn sem getur leitt Íslendinga í gegnum erfiðleikana sem eru framundan.

LEIÐARI Vilji meirihluta þjóðarinnar og Samfylkingarinnar verður að veruleika. Það verður kosið í vor. Það er nauðsynlegt svo að hægt sé að mynda ríkisstjórn sem getur leitt Íslendinga í gegnum erfiðleikana sem eru framundan.

Forystumenn Samfylkingarinnar hafa lýst því yfir að kosningar séu nauðsynlegar frá því skömmu eftir hrunið. Ákvörðun sjálfstæðismanna, sem tilkynnt var um í hádeginu í dag, um að boða eigi til kosninga í byrjun maí  bindur því enda á það óvissuástand sem hefur uppi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið upptekinn af sínum eigin flokkshagsmunum og hefur þess vegna ekki viljað gefa þjóðinni færi á að hafa sitt að segja um þá endurreisn sem er framundan.

Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á því kerfishruni sem hefur orðið og hann er að leita eftir tíma til þess að breiða yfir mistök sín. Hann hefur fengið tíma en nýtt hann afskaplega illa. Félagar í flokknum og forysta flokksins hafa ekki haft kjark til þess að  gera upp við hugmyndasmiði gamla kerfisins. Það hefur enginn axlað ábyrgð, seðlabankastjóri situr enn þrátt fyrir að hafa gert röð mistaka og gert Íslendinga að athlægi út í heimi. Þessi atriði ásamt mörgum öðrum hafa búið til gjá á milli ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar.

Þar ofan á hefur forysta Sjálfstæðisflokksins ekki haft kjark til þess að stíga fram og beita sér með afgerandi hætti fyrir það að Íslendingar eigi að stefna á upptöku evru og inngöngu í Evrópusambandið.  Það er bæði skamm- og langtímalausn á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Forystan er svo kjarklaus að hún hefur ekki einu sinni þorað að fara í samningaviðræður um aðild að Evrópusambandinu og láta þjóðina kjósa um niðurstöðuna.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki treyst þjóðinni til að kjósa. Hvorki til Alþingis né um samning um aðild að Evrópusambandinu þar sem hann gæti beitt sér fyrir því að samningnum yrði hafnað. Af öllu þessu má ráða að flokkurinn eigi að ráða en ekki þjóðin og loforð um kosningar í vor koma eingöngu til vegna hagsmuna flokksins en ekki þjóðarinnar.

Þess vegna er ríkisstjórnarsamstarfið enn í uppnámi þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji kosningar nú. Eina ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu er sú að hann átti ekki aðra kosti ef hann ætlaði að halda völdum. Hann er jafn óhæfur til samstarfs og áður. Samfylkingin ber enn ábyrgð á að koma honum frá völdum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand