LEIÐARI Í dag er spurt hvort ríkisstjórnin sé lífs eða liðin? Hvert er pólitískt umboð ríkisstjórnar sem er meinuð innganga í þingið? Og hvert er umboð forsætisráðherra sem fær þær móttökur sem Geir Haarde fékk fyrir utan Stjórnarráðið í gær?
LEIÐARI Í dag er spurt hvort ríkisstjórnin sé lífs eða liðin? Hvert er pólitískt umboð ríkisstjórnar sem er meinuð innganga í þingið? Og hvert er umboð forsætisráðherra sem fær þær móttökur sem Geir Haarde fékk fyrir utan Stjórnarráðið í gær?
Íslendingar hafa ekki mikla reynslu af byltingum -og hana verður að skoða með okkar eigin formerkjum. Þegar ríkisstjórninni er hafnað á jafn skýran hátt af umbjóðendum sínum og þegar fólkið í landinu neitar henni um „vinnufrið“ í orðsins fyllstu merkingu er von að spurt sé hvernig henni sé sætt? Er ekki búið að bylta þessari ríkisstjórn?
Ef ekki, hver er staða Samfylkingarinnar í stjórnarsamstarfinu eftir atburði gærdagsins?
Í lögum Samfylkingarinnar, 1. kafla segir:
„Samfylkingin vill lýðræðislegt þjóðskipulag byggt á virkri þátttöku almennings, valddreifingu og virðingu fyrir mannréttindum“
og aðeins neðar í sama kafla segir jafnframt:
„Að þessu hlutverki starfar Samfylkingin á grundvelli lýðræðis og þingræðis…“
Þrjú af stærstu aðildarfélög Samfylkingarinnar: Samfylkingarfélagið í Reykjavík, Samfylkingarfélagið í Kópavogi og Ungir jafnaðarmenn sendu öll frá sér ályktanir í gær þar sem krafist er stjórnarslita og kosninga í vor. Í þessum þremur aðildarfélögum er rúmur helmingur Samfylkingarfólks. Vilji flokksmanna er skýr. Flokksforystan getur ekki sniðgengið þennan skýra vilja. Það væri brot á flokkslögum.