Krafan er styrk stjórn fyrir fólkið

celticbLEIÐARI Eftir afsögn Björgvins G. Sigurðssonar á Sjálfstæðisflokkurinn leik. Flokksmenn Samfylkingar frá grasrót til trjátoppa er nú vonandi sameinuð í vilja sínum til að ryðja brautina fyrir nýjum og betri starfsháttum. celticbLEIÐARI Eftir afsögn Björgvins G. Sigurðssonar á Sjálfstæðisflokkurinn leik. Flokksmenn Samfylkingar frá grasrót til trjátoppa er nú vonandi sameinuð í vilja sínum til að ryðja brautina fyrir nýjum og betri starfsháttum. Með ákvörðun sinni hefur Björgvin lagt sitt á lóðarskálarnar til að endurvinna það traust sem ríkisstjórnin og stofnanir ríkisins þurfa til að starfa fram að kosningum. Lágmarkskrafan er sú að öll stjórn Seðlabankans víki en ólíklegt er að ríkisstjórn með Árna M Mathiesen innanborðs njóti trausts almennings.

Samfylkingin stendur nú frammi fyrir praktísku vandamáli sem á meira skylt við verkefnastjórnun en pólitík. Fram að kosningum eru rétt um 100 dagar. Ef fólk hefur litla trú á að núverandi ríkisstjórn geti tekið sig saman í andlitinu, tekið rösklega til og vísað veginn hlýtur það að teljast óvinnandi vegur fyrir algerlega nýtt ráðuneyti. Róttæk endurnýjun í æðstu stjórn landsins var löngu tímabær en því miður þurfti blóðug götuslagsmál til að færa gremju almennings í brennidepil. Nú þegar bæði þingmenn og ráðherrar virðast loks hafa séð hve lítill árangur verka þeirra hefur verið taka vonandi einhverjir á sig rögg en hinir víki.

Þótt forsætisráðherra geti þulið upp 40 verkefni af blaði sem ríkisstjórnin hefur ráðist í er ekki nokkur maður sem skilur tilganginn eða samhengið í áætlun ríkisstjórnarinnar. Nýir þingmenn Sjálfstæðisflokksins kvarta undan yfirgangi framkvæmdavaldsins en eru slegnir leiftursnöggt svo þeir viðhafi ekki slík skrílslæti. Skiljanlega hugnast almennum Samfylkingarmönnum það illa að flokkurinn blandist í þetta klúður. Ístöðuleysi hvað?

Forysta Samfylkingarinnar virðist hafa lært einhverja ósiði í nýjum félagsskap. Gleymst hefur að rækta grasrótina í flokknum. Áberandi er hve fljótt gremja í garð þingflokksins hefur vaxið. Sennilega bjóst fólk við virkari þingmönnum í okkar röðum og virkara aðhaldi. Samfylkingin samanstendur ekki af óvirkum liðsmönnum sem „græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Samfylkingarfólk er í flokknum sínum til að hafa áhrif og vill vera með í ráðum.  Forystan man þetta sennilega vel en þarf að láta minna sig á það og þarf aðstoð við að viðhafa betri, opnari stjórnarhætti.

Krafa flokksmanna er skýr, undanbragðalaus hreinsun í stjórnkerfinu og styrk stjórn fyrir fólkið í landinu. Nú þarf forystan að svara því kalli..

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand