Vill gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í alla framhaldsskóla

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um aðgengi framhaldsskólanema að gjaldfrjálsi sálfræðiþjónustu. Sigríður Ingibjörg segir að breyta þurfi viðhorfi samfélagsins til andlegrar heilsu.

Samkvæmt þingsályktunartillögunni verður mennta- og menningarmálaráðherra falið að tryggja að frá og með skólaárinu 2017 -2018 verði öllum nemendum í framhaldsskólum landsins tryggt aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna, sér að kostnaðarlausu. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að mikið brottfall úr námi hér á landi megi að stórum hluta rekja til andlegra veikinda nemenda. Þá sé sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi. „Þessum vanda þarf að mæta, til að mynda með auknu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu,“ segir Sigríður Ingibjörg.

Sigríður segir ungt fólk kalla eftir aðgerðum frá stjórnvöldum. „Netbyltingin #ÉgErEkkiTabú var ákall um breytt viðhorf samfélagsins alls til andlegra veikinda og til að benda á gífurlegan kostnað sem fylgir því að leita sér geðheilbrigðisþjónustu,“ segir Sigríður og bætir við að Samband íslenskra framhaldsskólanema hafi krafist gjaldfrjálsrar sálfræðiþjónustu á sambandsstjórnarþingi sínu í lok síðasta árs.

„Með þessari tillögu gefst okkur tækifæri til þess að komast til móts við þarfir ungs fólks í framhaldsskólum og brjóta niður tabúið í kringum andlega heilsu,“ segir Sigríður að lokum.

Þingsályktunartillagan er skrifuð í samstarfi við Unga jafnaðarmenn. Samfylkingin og Ungir jafnaðarmenn vilja að sálfræðiþjónusta verði hluti af opinberu gjaldfrjálsu heilbrigðiskerfi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand