Ríkisstjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra

Magnús Már lýsir þörf á rauðgrænu bandalagi að norskri fyrirmynd


Síðastliðna daga og vikur hafa línurnar í íslenskum stjórnmálum skýrst svo um munar. Hið blágræna valdastólabandalag Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins er orðið öllum augljóst. Öll stólaskiptin í ríkisstjórninni á kjörtímabilinu bera vott um það sem og samstarf flokkanna í fjölda bæjarfélega eftir ný afstaðnar sveitastjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn tók sér ekki langan tíma að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda á ný í Reykjavík eftir 12 ára eyðumerkurgöngu þess síðarnefnda. Framsóknarflokkurinn hafði víða tækifæri til að hressa uppá ímyndina og gera tilraun til að losa sig undan hækjustimplinum, en t.a.m. í Kópavogi og á Ísafirði var valdabandalaginu við Sjálfstæðisflokkinn haldið áfram þrátt fyrir að hægt væri að vinna til vinstri og mynda nýja meirihluta. Flokkarnir eru að hnýta sig saman og svo virðist sem þeir hafi hug á að endurnýja valdabandalag sitt að loknum komandi Alþingiskosningum fái þeir til þess fylgi. Markmiðið í kosningum að ári hlýtur að vera það að koma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum út úr Stjórnarráðinu og það tekst ekki nema að með því að fella ríkisstjórnina.

Í seinustu þingkosningum tapaði ríkisstjórnin fjórum þingmönnum og hlaut 51,4% atkvæða á móti 47,2% stjórnarandstöðunnar. Minnstu munaði að hægt væri að mynda ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Slíkt hefur því miður aldrei gerst, ekki einu sinni í kosningunum árið 1978 þegar A-flokkarnir, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkurinn, bættu við sig 12 þingsætum og kostnað gömlu valdaflokkanna. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur fylgi í skoðanakönnunum við stjórnarandstöðu- og ríkisstjórnarflokkanna nánast verið jafnt. En hvað þarf að gerast til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir nái forskoti á blágræna valdastólabandalagið?

Í október sl. settist ný ríkisstjórn að völdum í Noregi. Rauðgrænt bandalag stjórnarandstöðuflokkanna undir forystu jafnaðarmannsins Jens Stoltenbergs felldi hægristjórn Kjell Magne Bondevik. Stjórnarandstöðuflokkunum í Noregi tókst að mynda með sér sterka samstöðu og stilla upp skýrum valkosti fyrir kjósendur. Formaður Vinstri grænna hefur oft talað, síðast á landsfundi flokksins í haust, fyrir því að hér á landi verið myndað samskonar bandalag um velferðarstjórn, þ.e.a.s. rauðgræna ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna. Tilboði formannsins hefur forysta Samfylkingarinnar hingað til hvorki tekið vel né illa. Staðan nú sýnir nú að Samfylkingin verður að íhuga alvarlega að mynda óformlegt kosningabandalag með Vinstri grænum og Frjálslyndum fyrir komandi þingkosningar. Flokkarnir eiga ekki að berjast innbyrgðist heldur leggjast allir á eitt í því þjóðþrifaverki að fella ríkisstjórnina – og koma þannig hinu blágræna valdastólabandalagi frá.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand