Á fundi borgarráðs í gær lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um endurnýjun og endurskipulagningu Lækjartorgs í tilefni af uppkaupum Landsbankans á húsinu að Hafnarstræti 20.
Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarstjórn lögðu fram tillögu í borgarráði í gær um endurnýjun og endurskipulagningu Lækjartorgs. Tillagan styðst við hugmyndir sem fyrrverandi borgarstjórn og Landsbankinn hafa verið að móta um niðurrif Hafnarstrætis 20 sem stendur við Lækjartorg. Bankinn hefur nú keypt upp stærstan hluta hússins og á því allt húsið á móti Reykjavíkurborg. „Nú ríður á að Reykjavíkurborg bregðist við þannig að uppbygging nýs Lækjartorgs haldist í hendur við uppbygginguna norðan Hafnarstrætis sem áætlað er að ljúki árið 2009.“
Á fundi borgarráðs í gær lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um endurnýjun og endurskipulagningu Lækjartorgs í tilefni af uppkaupum Landsbankans á húsinu að Hafnarstræti 20. Þess er skemmst að minnast að báðir hóparnir sem gerðu tillögur að nýju svæði Tónlistar- og ráðstefnuhúss í nýafstaðinni samkeppnu lögðu til að húsið viki fyrir spennandi uppbyggingu sem myndi tengjast hinu nýja svæði. Sömu sögu var að segja um þátttakendur í hugmyndasamkeppni Landsbankans sem haldin var fyrir fáeinum misserum. Þar bárust fjöldi tillagna um niðurrif hússins. Uppkaup Landsbankans á stærstum hluta þess gerir að verkum að þessi möguleiki er nú innan seilingar þar sem það sem uppá vantar er í eigu Reykjavikurborgar. Nú ríður á að Reykjavíkurborg bregðist við þannig að uppbygging nýs Lækjartorgs haldist í hendur við uppbygginguna norðan Hafnarstrætis sem áætlað er að ljúki árið 2009.
Tillaga Samfylkingarinnar er svohljóðandi:
„Leitað verði samstarfs við Landsbankann/Landsafl um endurskipulagningu og endurnýjun Lækjartorgs í kjölfar uppkaupa Landsbankans/Landsafls á Hafnarstræti 20. Þannig má nýta þau einstöku tækifæri sem skapast við niðurrif hússins til að tengja saman gamla miðbæ Reykjavíkur og hið nýja austurhafnarsvæði þar sem nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hið glæsilega Tónlistar- og ráðstefnuhúss munu rísa á næstu árum.“
Afgreiðslu hennar var frestað að beiðni borgarstjóra.
Heimild: http://www.xs.is/