Ríkisstjórn Íslands fordæmi landnemabyggðir Ísraela

Ungir jafnaðarmenn fordæma Ísraelsstjórn vegna áforma um stórfellda uppbyggingu landnemabyggða á hernumdum svæðum Palestínu og skora á ríkisstjórn Íslands að taka afstöðu.

Á dögunum undirritaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, samkomulag sem felur í sér stórfellda uppbyggingu nýrra landnemabyggða á hernumdum svæðum Palestínu. Um er að ræða yfir 500 íbúðir í Austur-Jerúsalem og 2500 íbúðir á Vesturbakkanum. Þetta mun vera stærsta uppbygging landnemabyggða frá árinu 2013. Talið er að Netanyahu sé að nýta sér embættistöku Donalds Trumps, nýs forseta Bandaríkjanna, og velvild hans í garð Ísrael.

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, hefur fordæmt áformin og sagt þau standa í vegi fyrir friði milli ríkjanna. Evrópusambandið hefur tekið í sama streng. Þá ályktaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði gegn frekari uppbyggingu landnemabyggða Ísraela á hernumdum svæðum.

Ungir jafnaðarmenn minna ríkisstjórnina á að Ísland hafi árið 2011 viðurkennt sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Ungir jafnaðarmenn líta á það sem skyldu Íslands að taka einarða afstöðu gegn frekari uppbyggingu landnemabyggða á hernumdum svæðum sem og öllum þeim aðgerðum sem kunna að ógna friði milli ríkjanna tveggja. Því skora Ungir jafnaðarmenn á ríkisstjórn Íslands og ráðherra utanríkismála að koma á framfæri mótmælum íslensku þjóðarinnar gegn áformum Ísraelsstjórnar.

 

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið