UJ fordæmir innrás Tyrkja í Afrin

Þann 20. janúar hófu hersveitir Tyrkja og FSA árásir gegn Kúrdum og kúrdískum hersveitum YPG og YPJ. Á sunnudag tóku tyrkneskar hersveitir yfir borgina Afrin í norðurhluta Sýrlands. Þessi innrás, undir forystu NATO ríkisins Tyrklands, brýtur í bága við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé sem samþykkt var í febrúar síðastliðnum. Árasirnar hafa neytt tugþúsundir á flótta og í það minnsta 280 íbúar hafa fallið samkvæmt Sýrlensku mannréttindaskrifstofunni (SOHR). Vandséð er að árásir Tyrkja gangi ekki gegn mannréttindayfirlýsingu SÞ, sem Tyrkland hefur fullgilt.


Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir vonbrigðum með að alþjóðasamfélagið virðist ófært um að sameinast og fordæma þá glæpi sem nú eiga sér stað gegn kúrdísku þjóðinni. Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að íslensk stjórnvöld taki málið upp á alþjóðavettvangi, bæði innan Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins, þar sem Tyrkland er meðlimur. Það er mikilvægt að alþjóðasamfélagið fordæmi aðgerðir Erdogan Tyrklandsforseta og krefji Tyrkland svara vegna ársása sinn. Grípa þarf til aðgerða til að koma á varanlegum friði á svæðinu í samstarfi við SÞ og alþjóðleg hjálparsamtök.

Ástandið í Sýrlandi er nógu slæmt án þess að NATÓ-þjóðin Tyrkir ráðist með fullkomlega ólögmætum og óverjanlegum hætti gegn óbreyttum borgurum Afrin borgar. – Þórarinn Snorri Sigurgeirsson formaður Ungra jafnaðarmanna

 

 

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand