Hvar er réttlætið?

Ég verð að segja að ég varð hissa þegar ég heyrði í fréttum hver dómsniðurstaðan varð í máli Jafnréttisstofu f.h. Hrafnhildar Hafberg gegn Leikfélagi Akureyrar. Ég er á engan hátt mótfallinn því að Jafnréttisstofa geti með þessu móti veitt opinberum aðilum nauðsynlegt aðhald í þessum efnum. Það sem vakti furðu mína er það ósamræmi í dómum þegar kemur að skaðabótum. Ég verð að segja að ég varð hissa þegar ég heyrði í fréttum hver dómsniðurstaðan varð í máli Jafnréttisstofu f.h. Hrafnhildar Hafberg gegn Leikfélagi Akureyrar. Ég er á engan hátt mótfallinn því að Jafnréttisstofa geti með þessu móti veitt opinberum aðilum nauðsynlegt aðhald í þessum efnum. Það sem vakti furðu mína er það ósamræmi í dómum þegar kemur að skaðabótum.

Ég set mig ekki upp á móti því að Hrafnhildur hljóti tæpar milljón krónur auk vaxta í skaðabætur í þessu máli. Það sem ég er hins vegar hneykslaður yfir er sá blákaldi veruleiki að fórnarlömb ofbeldis fá í undartekningartilfellum jafn „ríflegar” fjárbætur. Ég er að velta fyrir mér þeim kvarða sem íslenskir dómarar bregða á tjón brotaþola. Er brot þar sem einstaklingur líkamlega skaðar fórnarlamb minni heldur en þegar stofnun neitar brotaþola um eitthvað án þess að leggja á hann hendur. Ég ætla ekki að gera lítið úr broti því sem leikfélagið er dæmt fyrir eða svipuðum brotum. Það sem er að naga mig er það hvernig dómarar gera lítið úr þeirri pínu sem barnungir brotaþolar þurfa að ganga með ævilangt eftir að fullorðinn einstaklingur hefur brotið gegn trausti þess og misnotað á hinn ömurlegasta máta. Sama má segja um nauðganir og líkamsárásir. Eða þegar aðstandendur þurfa að horfa á eftir ástvinum sínum í gröfina vegna misgjörða sem venjulegu fólki er ómögulegt að skilja tilganginn með.

Dómar á Íslandi eru vægir í samanburði við önnur Vesturlönd, sektir og skaðabætur oft hlægilegar. Sú almenna vitneskja sem ég hef af afbrotafræði segir mér að þyngri refsingar fæla ekki afbrotamenn frá sinni iðju. Það er samt kominn tími á að refsiramminn verði endurskoðaður vegna bóta til handa brotaþolum. Það er nauðsynlegt að dómarar hugsi út í að brotaþolar þurfa oft mikla sérhæfða aðstoð til að geta horfst í augu við lífið, þessi aðstoð er ekki alltaf útveguð af ríkinu og hún er dýr. Þá verða dómstólar að taka til greina að sálræn sár geta tekið sig upp seinna á lífsleiðinni og á tímum sem enginn býst við. Skaðabætur verða að taka mið af þessu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand