Reynsla Jóns Skjaldar af starfsnámi hjá ESB

Þann 16. febrúar síðastliðinn hóf ég þriggja mánaða starfsnám í Evrópuþinginu hjá S&D flokknum (Group of the Progressive Alliance of Socialists and Democrats in the European Parliament) sem má skilgreina sem systurflokk Samfylkingarinnar hér.

Þann 16. febrúar síðastliðinn hóf ég þriggja mánaða starfsnám í Evrópuþinginu hjá S&D flokknum (Group of the Progressive Alliance of Socialists and Democrats in the European Parliament) sem má skilgreina sem systurflokk Samfylkingarinnar hér.

Auk mín eru 19 aðrir starfsnemar víðsvegar úr Evrópu hér sem flestir byrjuðu á sama tíma. Starfsnemar velja sér svið sem þeir hafa áhuga á (t.d. mannréttindamál, utanríkismál, fjármál, neytendamál, stækkunarmál) og valdi ég mér alþjóðasamskipti. Nemar eru síðan settir undir leiðbeinendur í þeim nefndum eða sviðum sem þeir hafa valið sér. Leiðbeinandi minn er ráðgjafi (e. political advisor) í samskiptum S&D við Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings (e. transatlantic relations) og hvað varðar núverandi stækkunarferli en bæði Ísland og Króatía eru í aðildarferlinu. Mín verkefni hafa því snúið að þessu og ætla ég að telja upp það helsta sem ég hef unnið að.

Við höldum úti bloggsíðu (http://www.transatlantic-progressives.blogspot.com/) sem er helguð þessum samskiptum yfir Atlantshafið. Ég hef mikið verið að vinna í því að uppfæra þessa bloggsíðu t.d. verið að setja inn áhugaverðar blaðagreinar og bókatitla. Reyndar hef ég ekki haft mikinn tíma til að sinna þessu upp á síðkastið en það stendur til bóta þessar tvær vikur sem eftir eru. Þarna höfum við líka sett in upplýsingar og myndir frá ráðstefnum sem við höfum haldið auk upplýsinga um gestafyrirlesara sem hingað hafa komið.

Þann 23. mars gaf flokkurinn gaf út bók um stöðu Rómafólks í Evrópu en eftir stækkun sambandsins til austurs urðu milli 5-6 milljónir af Róma uppruna ESB borgarar og reyndi þarmeð á þau gildi sem ESB byggir á hvað varðar mannréttindi.  Haldin var sérstök útgáfuathöfn þar sem bókin var kynnt og áhugaverðar framsögur voru haldnar. Bókina má finna á PDF formi hér: http://www.socialistsanddemocrats.eu/gpes/media3/documents/3693_EN_SD_Roma_book.pdf

Þann 24. mars héldum við ráðstefnu hér í þinginu um stöðu og aðkomu minnihlutahópa að stjórnmálum (Transatlantic Conference on Minority Political Leadership). Ráðstefnan var vel sótt og hingað komu stjórnmála- og fræðimenn víðsvegar að. Það er gríðarlega mikil vinna að undirbúa svona ráðstefnu og var mjög gaman að fá að taka þátt í því. Sjá myndir, upplýsingar, þátttakendur, dagskrá o.fl. hér: http://transatlantic-progressives.blogspot.com/p/domestic-policy.html

Ég hef einnig þurft að gera ýmsar stuttar greinagerðir um stjórnmál í Bandaríkjunum t.d. um prófkjör í Repúblikanaflokknum og hugsanlega forsetaframbjóðendur úr þeirra röðum. Einnig hef ég haft tækifæri á að sitja fjölda funda og ráðstefna tengd þessum málefnum.

Málefni Íslands eru mér eðli málsins samkvæmt mjög hugleikin og hef ég verið óspart notaður í að uppfæra og gera nýjar greinagerðir um ýmis þau mál sem eru í gangi í stjórnmálunum heima. Má þar nefna stöðu ríkisstjórnasamstarfsins, stjórnarskrárbreytingaferlið, makríldeiluna og auðvitað ,,blessað“ Icesave málið.

Tvisvar í viku vel ég nokkrar áhugaverðir fréttir frá Íslandi, tek saman úr þeim fréttapunkta (e. press clippings) sem eru síðan sendir á þingmenn okkar (draumar mínir um 3ja mánaða frí frá Íslensku stjórnmálaþrasi urðu þar með að engu J). Ég hef sótt alla þá fundi sem ég get sem tengjast málefnum Íslands. Vikuna 4.-8. apríl var ég staddur í Strasbourg þar sem hið eiginlega þinghald fer fram (mest nefndarstörf í Brussel) en þann 7. apríl fór fram umræða um svokallaða Íslandsályktun sem var samþykkt með miklum meirihluta eftir mjög svo áhugaverðar umræður.

Ég var á Íslandi um páskana og nokkra daga lengur til að vera viðstaddur fund sameiginlegu þingmannanefndar Evrópuþingsins og Alþingis þann 27. apríl. Það var mjög gaman að fá að vera viðstaddur þennan fund sem er samræðuvettvangur fulltrúa beggja þinga.

Varðandi Króatíu hafa verkefnin einnig verið ærin. Ég tek saman fréttapunkta tvisvar í viku líkt og ég hef gert varðandi Ísland. Þannig hefur maður fengið ágætis innsýn í stjórnmál Króatíu og það helsta sem þar er í gangi.

Í síðustu viku marsmánaðar var í heimsókn hjá okkur fulltrúi Króatíska Sósíaldemókrataflokksins (e. Croatian Observer) en það er Tonino Picula fyrrverandi utanríkisráðherra landsins og núverandi þingmaður á króatíska þinginu. Þannig vill S&D flokkurinn mynda betri tengsl við systurflokk sinn í hugsanlegu aðildarríki. Mikil vinna fór í að undirbúa þessa heimsókn, skipuleggja dagskrána fyrir hann og bóka fundi með aðilum sem áhugavert var fyrir hann að hitta. Það er í raun miklu meiri vinna en ég hefði getað ímyndað mér. Ég fékk síðan að fylgja honum á nokkra fundi meðal annars í NATO sem var mjög áhugavert.

Núna er ég að vinna að því að klára fundagerð og greinagerð um fund sameiginlegu þingmannanefndarinnar í Reykjavík 27. apríl síðastliðinn. Síðan þarf ég að gera tvær greinagerðir varðandi Króatíu, önnur um ESB aðildarferlið en hin um Gotovina málið svokallaða. Það snýst um fyrrverandi hershöfðingjanna tvo, Ante Gotovina og Mladen Markac, sem dæmdir voru fyrir stríðsglæpi í Haag þann 15. apríl síðastliðinn. Það mál á sér margar hliðar. Gotovina er álitinn frelsishetja hjá stórum hluta Króata og í kjölfar dómsins hefur fylgi við ESB aðild hrunið samkvæmt könnunum.

Þessi tími hér í Brussel (og Strasbourg) hefur því verið gríðarlega viðburðaríkur og reynst mér ómetanleg lífsreynsla.  Ég gæti ekki verið ánægðari með dvöl mína hér.

(Mun líklega skilja eftir naglaför í gólfinu á skrifstofunni minni þegar ég verð dreginn þaðan út 16. maí næstkomandi…)

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið