Spennandi tækifæri í Brussel

Ungir jafnaðarmenn auglýsa eftir einstaklingi í starfsnám hjá þingmanni Evrópuþingsins frá miðjum september til miðs desember 2011.

Ungir jafnaðarmenn auglýsa eftir einstaklingi í starfsnám hjá þingmanni Evrópuþingsins frá miðjum september til miðs desember 2011. Starfsnámið er spennandi tækifæri til að kynnast starfsemi þingsins og vinna að samskiptum Evrópusambandins við önnur ríki og ríkjasamtök undir handleiðslu þingmanns í Brussel.

Starfsnámið er ætlað fólki sem hefur a.m.k. lokið BA/BS-gráðu í grein sem tengist málefnasviði þingsins. Um er að ræða þriggja mánaða tímabil, frá miðjum september til miðs desember.

Kröfur til umsækjenda:

• BA / BS gráða eða sambærileg menntun í grein sem tengist málefnasviði ESB.
• Góð kunnátta í ensku.
• Kunnátta í frönsku, spænsku og/eða þýsku er kostur.
• Góð aðlögunarhæfni.
• Íslenskur ríkisborgararéttur.
• Sé eða hafi verið virkur í starfi jafnaðarmanna.

Greiddir verða dagpeningar og aðstoðað verður við leigu á húsnæði. Skal tekið fram í umsókn hvernig viðkomandi hyggist nýta reynslu sína að loknu starfsnáminu.

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2011.

Umsóknir skulu berast á netfangið uj@samfylking.is merkt „Starfsnám 2011“. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar eru veittar í tölvupósti á netfanginu uj@samfylking.is

Ungir jafnaðarmenn

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand