Reyklausa Reykjavík

Fólkið sem heldur því fram að frumvarpið sé ,,djöfulleg forræðishyggja” virðist ekki átta sig á því að það er ekki sett til að beina reykingamönnunum af hinum breiða vegi syndarinnar heldur til að vernda heilsu hinna sem ekki reykja. Það þarf engan Þorgrím Þráinsson til að segja okkur að óbeinar reykingar eru hættulegar og geta valdið krabbameini rétt eins og beinar reykingar. Ég nefni sem dæmi að Haukur Morthens dó úr lungnakrabba þrátt fyrir að hafa aldrei reykt, en hins vegar staðið við að syngja inni á reykmettuðum dansstöðum alla sína ævi. Við reyktum okkar ástsælasta söngvara í hel. Það liggur við að ég fari að styðja reykingafrumvarp Jóns Kristjánssonar þegar ég drekki mér í melódramatík á síðkvöldum, set Til eru fræ á repeat og læt braka í hjartanu á mér. Mér finnst ógeðslega töff að reykja. Mér finnst flott þegar fólk getur haldið kæruleysislega um sígarettuna, sogið að sér reykinn með hálfluktum augum og blásið honum aftur frá sér með sjálfsöryggi. (Að sama skapi er hræðilega hallærislegt að horfa upp á fólk sem hóstar, heldur vitlaust á sígarettunni og fær reykinn í augun.)

Ég reyki reyndar ekki sjálf, þó mér finnist það kúl. Það er ekki af því að ég standist hópþrýsting svona vel heldur af því að ég er bara of mikil kélling – drekk mjólk til að forðast beinþynningu um sextugt og krosslegg ekki á mér fæturna til að koma í veg fyrir æðahnúta um fimmtugt. Og reyki ekki af því að þá gæti ég fengið gular tennur og dáið úr lungnakrabba um aldur fram. Eins og ég sé ekki í sífelldri lífshættu við að stíga upp í flugvélar, ganga um götur borgarinnar og borða skyndimat.

Reykleysi og Hvíta Ísland – flett ofan af samsæri?
Í haust ætlar Jón Kristjánsson að leggja fram frumvarp á Alþingi um að banna reykingar á veitingastöðum, kaffihúsum og börum. Sem myndi þýða reyklausar máltíðir, reyklausa kaffidrykkju og reyklaust djamm. Það hljómaði ekki illa í fyrstu og það verður að viðurkennast að þeir sem styðja frumvarpið hafa öll gild rök sín megin.

Eins og við mátti búast rauk fólkið með frelsið á heilanum upp til handa og fóta. Ungum sjálfstæðismönnum var sérlega uppsigað við frumvarpið og mætti halda að því væri beint gegn þeim persónulega. Ein frelsisstyttan skrifaði stutta grein í tímaritið Vamm og sagði að fólk sem ekki reykti hefði ekki rétt á reyklausu andrúmslofti frekar en þjóðernissinnar á Hvítu Íslandi. Þessi skringilega samlíking segir eiginlega allt sem segja þarf um ómarkvissan rökstuðning þeirra.

Til eru fræ/sem fengu þennan dóm
Fólkið sem heldur því fram að frumvarpið sé ,,djöfulleg forræðishyggja” virðist ekki átta sig á því að það er ekki sett til að beina reykingamönnunum af hinum breiða vegi syndarinnar heldur til að vernda heilsu hinna sem ekki reykja. Það þarf engan Þorgrím Þráinsson til að segja okkur að óbeinar reykingar eru hættulegar og geta valdið krabbameini rétt eins og beinar reykingar. Ég nefni sem dæmi að Haukur Morthens dó úr lungnakrabba þrátt fyrir að hafa aldrei reykt, en hins vegar staðið við að syngja inni á reykmettuðum dansstöðum alla sína ævi. Við reyktum okkar ástsælasta söngvara í hel. Það liggur við að ég fari að styðja reykingafrumvarp Jóns Kristjánssonar þegar ég drekki mér í melódramatík á síðkvöldum, set Til eru fræ á repeat og læt braka í hjartanu á mér.

Það liggur við – en ég styð það samt ekki. Ég er sammála öllum rökunum sem sett eru fram fyrir frumvarpinu. Mér finnst ekki gaman að ganga inn á kaffihús hrein og ilmandi og ganga þaðan út lyktandi eins og stórreykingamanneskja og þar að auki komin einu skrefi nær skuggalegum dauðdaga. Og það myndi ekki trufla mig að finna ekki tárin leka úr rauðþrútnum augunum eftir svíðandi sígarettureykinn á djamminu. Hins vegar er ég ekki tilbúin til að hrekja mína elskuðu reykjandi vini út af kaffihúsum og skemmtistöðum til að geta fullnægt þörfum sem ég veit að eru þeim jafn knýjandi og til dæmis þörf mín fyrir að hlusta á tónlist og lesa bækur.

Að falla í jörð/og verða aldrei blóm
Ég styð heils hugar allar tillögur um að herða reglur um skiptingu kaffihúsa í reyklaus svæði og reyksvæði – allir vita að þessi skipting er bara eins og hvert annað djók á mörgum stöðum. Og mér finnst sjálfsagt að veitingastaðir þar sem fólk borðar matinn sinn séu ekki mettaðir tóbaksreyk. En ég vil líka geta fengið vini mína með mér á kaffihús án þess að þeir séu annað hvort pirraðir og strekktir af tóbaksþörf eða hundblautir eftir að hafa staðið í fangabúðalegum hnapp í rigningunni/haglélinu/snjóstormnum til að svala löngun sinni í sígarettu. Þá tek ég fyrir sjálfa mig sénsinn á að deyja úr lungnakrabba, það er að segja ef ég verð ekki fyrir bíl einhvers staðar á leiðinni eða gef upp öndina vegna lifrarskemmdar. Þetta er ástarjátning til vina minna sem reykja: ég skal deyja svolítið fyrir ykkur.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand