Raunveruleikasjónvarp á þingi

Sem nýjum þingmanni líður mér stundum þessa dagana eins og ég sé þátttakandi í raunveruleikasjónvarpi þar sem handritið er skrifað jafnóðum. Vitleysisgangurinn og farsinn sem maður verður vitni af niðri á þingi vegna fjölmiðlamálsins er með ólíkindum og er ýkjukenndari en nokkur skáldskapur. Sem nýjum þingmanni líður mér stundum þessa dagana eins og ég sé þátttakandi í raunveruleikasjónvarpi þar sem handritið er skrifað jafnóðum. Vitleysisgangurinn og farsinn sem maður verður vitni af niðri á þingi vegna fjölmiðlamálsins er með ólíkindum og er ýkjukenndari en nokkur skáldskapur.

Neðanbeltishöggin halda áfram
Nú ætlar þessi blessaða ríkisstjórn að afnema fjölmiðlalögin og setja þau síðan aftur! Það hafði engum dottið í hug þetta síðasta útspil ríkisstjórnarflokkanna svo furðulegt var það. Og til að toppa vitleysuna leyfir forysta ríkisstjórnarinnar sér að tala um að hún hafi nú rétt fram sáttahönd!

Allt er reynt til að þjóðin fái ekki að segja álit sitt á þessu verki ríkisstjórnarinnar eins og fyrirhugað var. Nú hefur ríkisstjórnin kastað handklæðinu í hringinn en í stað þess að viðurkenna sín mistök eins og venjulegt fólk þá slær hún enn eitt neðanbeltishöggið og ætlar að setja sömu lögin aftur.

Reyndar eru neðanbeltishögg ríkisstjórnarinnar orðin ansi mörg í þessu máli. Ríkisstjórninni er augljóslega ekkert heilagt og er öllum ráðum beitt til að hægt sé að komast hjá því að þjóðin geti sagt álit sitt á þessu máli.

Algjör örvænting
Fyrst var málflutningurinn sá að málskotsréttur forseta væri einfaldlega ekki til þrátt fyrir skýran vilja höfunda stjórnarskrárinnar. Síðan var sett fram sú furðulega skoðun að forseti væri vanhæfur til að beita stjórnarskrárvörðum rétti sínum. Svo heyrðist úr herbúðum Sjálfstflokksins að málið væri ekki af þeirri stærðargráðu að þjóðin mætti segja álit sitt á því. Loks átti að setja takmarkandi og íþyngjandi skilyrði á sjálfan kosningarétt þjóðarinnar.

En síðasta útspilið slær þó öllu við. Það á að afturkalla lögin en setja síðan sömu lögin aftur. Ég trúi ekki að þjóðin sjái ekki í gegnum þennan farsa og þennan vitleysisgang sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sýnir í þessu máli.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand