Í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hefur sprottið upp um hvort nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar standist stjórnarskrá eður ei þá langar mig að við leggjum þetta lögfræðital aðeins á hilluna. Það á hugsanlega betur við í þessu máli en öðrum því lögin eru mjög óskýr og lögfræðingar tala tveimur tungum. Skemmtilegi punkturinn er sá að það eru alltaf sömu lögfræðingarnir sem tala máli stjórnarandstöðunnar og öfugt. Þess má einnig geta að Jón Steinar einn af mest áberandi lögfræðingum landsins hefur gagnrýnt lögfræðinga fyrir álitsgerðir tengda þesssum málum og gefið það út að hann blandi aldrei persónulegum skoðum sínum saman við lögfræðina sína. Mér þætti gaman að sjá hann tala á móti góðkunningja sínum honum Davíð Oddssyni. Í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hefur sprottið upp um hvort nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar standist stjórnarskrá eður ei þá langar mig að við leggjum þetta lögfræðital aðeins á hilluna. Það á hugsanlega betur við í þessu máli en öðrum því lögin eru mjög óskýr og lögfræðingar tala tveimur tungum. Skemmtilegi punkturinn er sá að það eru alltaf sömu lögfræðingarnir sem tala máli stjórnarandstöðunnar og öfugt. Þess má einnig geta að Jón Steinar einn af mest áberandi lögfræðingum landsins hefur gagnrýnt lögfræðinga fyrir álitsgerðir tengda þesssum málum og gefið það út að hann blandi aldrei persónulegum skoðum sínum saman við lögfræðina sína. Mér þætti gaman að sjá hann tala á móti góðkunningja sínum honum Davíð Oddssyni.
Alþingi
Nú er staðan sú að Alþingi hefur í höndunum tvö frumvörp sem hafa þann tilgang að bregðast við ákvörðun forseta Íslands sem nýtti sér ákvæði 26. greinar stjórnarskráarinnar og neitaði að samþykkja ,,fjölmiðlalögin” frá Alþingi og vísaði þeim þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við gefum okkur að vegna galla í landslögunum þá hafi Alþingi heimild til að bregðast hvernig sem er við ákvörðun forsetans. Frumvarp stjórnarandstöðunnar felur í sér mjög eðlilegt framhald málsins sem allir geta verið sammála um, það er að ganga til atkvæða og fara að ráðum hins þjóðkjörna forseta og vísa málinu í dóm þjóðarinnar. Frumvarp ríkisstjórnarinnar felur í sér að fella hin nýsettu lög úr gildi og viðurkenna þar með að forsetinn tók rétta ákvörðun með því neita að samþykkja þau. Eins og flestum er orðið ljóst þá endurspeglaði ákvörðun forsetans þjóðarviljann mjög vel. Þjóðinni finnst lögin og málatilbúnaðurinn þar á bak við óásættanlegur. Stuðningsmenn laganna geta því séð sér leik á borði og forðast afhroð í þjóðaratkvæðagreiðslunni og dregið lögin til baka og skýlt sér á bak við það að ekki séu til vel skilgreindar reglur um hvernig atkvæðagreiðslunni eigi að vera háttað. En það er galli á gjöf Njarðar því frumvarpið segir líka til um að setja sömu lögin aftur sem þjóðin er afdráttarlaust búin að hafna og stuðningsmenn laganna eru óbeint búnir að viðurkenna að séu þau sömu með því að hafna þjóðaratkvæðagreiðslu um lögin. Gerð er sú breyting að lögin taka ekki gildi fyrr en eftir næstu Alþingiskosningar. Þá eru fjölmiðlalögin orðin að kosningamáli í næstu kosningum Einnig eru aðrar smá breytingar sem tekur ekki að minnast á.
Af hverju ekki að viðurkenna ósigurinn?
Eru þetta boðleg vinnubrögð að leggja fram sömu lögin aftur sem búið er að hafna með alls óbreyttum rökstuðningi? Maður hefði haldið að Alþingismenn ættu að vera réttþenkjandi og dómbærir menn sem hefðu dug og kjark til að taka afstöðu og hafna þessum vinnubrögðum. Afhverju ekki að viðurkenna ósigurinn? Valdahrokinn er sennilega orðinn of mikill. Að stuðningsmenn laganna skuli halda að þeir geti komist upp með þetta. Hafa þeir enga trú á þjóðinni? Nei, þeir vilja labba yfir hana á skítugum skónum og hafa hana að engu. Þjóðinn lætur þá ekki komast upp með svona vinnubrögð og þjóðin mun sigra í seinasta lagi að loknum næstu Alþingiskosningum.