Ungu fólki tryggð forystusæti í Reykjavík

13344542_1170959166269254_1549617670757176127_n
Ungir jafnaðarmenn á landsfundi Samfylkingarinnar í júní 2016

Á fundi Fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í gærkvöldi var samþykkt að við val frambjóðenda á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust verði tryggt að ungt fólk, 35 ára og yngri, skipi eitt af þremur efstu sætum listanna.

Þingflokkur Samfylkingarinnar er í dag elsti þingflokkurinn á Alþingi þegar horft er til meðal lífaldurs þingmanna og næstelstur þegar skoðað er hve lengi þingmenn hafa setið á þingi. Yngsti þingmaður Samfylkingarinnar er 41 árs, sá næst yngsti 48 ára. Enginn varaþingmaður Samfylkingarinnar er yngri en fertugt. Eftir kosningarnar 2013 settist enginn nýr þingmaður á þing fyrir Samfylkinguna. Af þessum sökum hefur verið uppi vaxandi krafa um endurnýjun í þingflokki Samfylkingarinnar í komandi kosningum. 

Tillaga um að fólk yngra en 35 ára skipi eitt af efstu þremur sætum framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar var fyrst flutt á flokkstjórnarfundi síðasta haust, þá af Natani Kolbeinssyni. Tillagan var ekki samþykkt þar, en henni vísað til kjördæmisráða og fulltrúaráða til efnislegrar meðferðar.

Nú hefur Reykjavík riðið á vaðið og samþykkt tillöguna og tryggt þannig að fulltrúar ungs fólks verði í það minnsta áberandi í komandi kosningabaráttu og aukið líkurnar á að ungt fólk gerist talsmenn Samfylkingingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands á Alþingi að loknum kosningum í haust.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand