
Óskar Steinn Ómarsson var nú í morgun kjörinn ritari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem fer fram á Grand hótel. Engin mótframboð bárust og var Óskar því sjálfkjörinn.
Óskar Steinn er 21 árs gamall Hafnfirðingur og situr í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna.
Við óskum honum innilega til hamingju!