Ungir jafnaðarmenn boða til landsþings!
16. landsþing Ungra jafnaðarmanna verður haldið laugardaginn 1. október.
Landsþingið verður sett kl. 12:30 laugardaginn 1. október á höfuðborgarsvæðinu og verður nánari dagskrá auglýst á allra næstu dögum.
Skráðir meðlimir í Unga jafnaðarmenn eiga fullan þátttökurétt á landsþinginu og okkur væri sönn ánægja að fá þig á þingið.
Skráning á landsþingið fer fram hér: https://goo.gl/forms/KuvcCewawiEnyuvv1
Skráningargjald er 1500 kr.
Frestir vegna landsþings:
30. september: skráningarfrestur á landsþing rennur út á miðnætti
27. september: frestur fyrir ályktanir, breytingatillögur og lagabreytingatillögur
1. október: framboðsfrestur rennur út
Öll velkomin!