Reykjavík og jafnrétti

Vegna frétta um að fyrsta dagskrármál Alþingis eftir jólafrí verði afnám úrskurðar Kjaradóms frá því í desember er ástæða til að minna á áður framkomna tillögu Ungra jafnaðarmanna um að Kjaradómur sem stofnun verði lagður niður og látið af frekari launahækkunum til æðstu ráðamanna – umfram launahækkanir almennt. Laun æðstu ráðamanna hafa hækkað langt umfram laun venjulegs fólks á undanförnum árum og hafa þeir þannig átt þátt í því að breikka bilið milli hinna hæstlaunuðu og lægstlaunuðu í landinu. Staða jafnréttismála á Íslandi er langt frá því að vera viðunandi! Jú, ef menn líta bara á lagabókstarfinn þá er hægt að segja að formlega séð hafi jafnrétti náðst. Allir sjá þó að enn er langt í land með að konur njóti sömu tækifæra og karlar í raun, t.d. við stöðuveitingar og launakjör.

En hvernig getum við Samfylkingarfólk beitt okkur fyrir auknu jafnrétti innan borgarinnar? Mestu skiptir máli að nálgast ekki jafnréttismál sem sérstakan málaflokk heldur að jafnrétti kynjanna sé haft að leiðarljósi í allri stefnumótun og framkvæmd. Það held ég að skili okkur mestu. Það er mörg svið sem við þurfum að leggja meiri áherslu og eru afar brýn þegar við skoðum jafnréttismálin í dag, s.s. launamálin og stöðuveitingar, kynbundið ofbeldi og dagvistunarmál.

Sjálfstæðismenn segja gjarnan að kyn eigi ekki að skipta máli en auðvitað gerir það það. Okkar uppeldi, uppruni og þá auðvitað kynferði hefur að mínu mati heilmikið áhrif á það hver við erum. Eflaust meiri áhrif en margir gera sér grein fyrir. Svo sést það auðvitað klárlega í t.d. launaumslagi kvenna að kyn þeirra skiptir máli. Launin eru lægri eingöngu vegna kyns. Feminísmi er hugtak sem hefur ýmsa merkingu í huga fólks. Ég lít á mig sem feminísta. Mér er umhugað um jafnrétti og kvenfrelsi. Ég vil að konur og karlar hafi jöfn tækifæri, ekki aðeins í orði heldur að veruleikinn sé þannig líka.

Það hefur sést hjá borginni að það skiptir máli að vera meðvitaður um þessi mál. Það held ég að borgaryfirvöld hafi verið í mannaráðningum og þar hefur líka verið vilji til þess að taka á launamálum. Nokkuð sem nokkur önnur sveitarfélög eru nú sem betur fer líka farin að skoða hjá sér. Einkavæðing hefur oft verið gagnrýnd fyrir að vera einkavinavæðing. Það væri kannski fróðlegt að skoða það hverjir einkavinirnir eru, hvort að það sé þannig að þeir séu karlar frekar en konur. Mig grunar að svo sé. Mestu máli skiptir held ég er að hafa jafnréttismál og jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í allri stefnumótun. Til þess að ná raunverulegum árangri þarf þetta að vera málaflokkur sem fólk lítur svo á að verði að skoða í tengslum við allar ákvarðanir.

Andrés gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem lýkur í dag

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand