Laun sjálfhverfunnar

Vandamálið á Íslandi er einmitt það sama og í Noregi, við höfum nánast náð að eyða augljósum fordómum, en enn eru til staðar ósýnilegar hindranir sem við ræðum ekki á skynsamlegan máta. Í dag er til ný stétt íslendinga, lágstéttin innflytjendur. Það er nauðsynlegt að ræða stöðu innflytjenda þrátt fyrir að við sjáum ekki mörg merki um augljósa fordóma. Ef við gerum það ekki gæti það haft alvarlegar afleiðingar. Það er löngu vitað að tillitssemi við náungann getur borgað sig. Það er kristnum mönnum kennt með gullnu reglunni: „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“

Vissulega er erfitt að gera öllum til hæfis en aðgát skal höfð í nærveru sálar og sumar tilfinningar geta verið viðkvæmari en aðrar. Til þeirra hlýtur að teljast trúin á æðri máttarvöld, trú á að til séu öfl sem geta haldið mönnum á floti í lífsins ólgusjó og jafnvel umbunað þeim fyrir að hafa breytt rétt í lifanda lífi. Tjáningarfrelsið hefur ótvíræða kosti en varast skyldi að teygja það út í öfgar.

Það sem af er nýju árþúsundi hafa ýmis vopn verið lögð upp í hendurnar á þeim sem vilja ala á tortryggni og misklíð milli Vesturlandabúa og múslima. Sennilega ber þar hæst ólögmæta innrás Bandaríkjamanna og fleiri vígfúsra þjóða í Írak 2003. Í september 2005 þóttist Jyllands-Posten hafa sitt til málanna að leggja, ætlaði að afhjúpa sjálfsritskoðun fjölmiðla en tókst í staðinn að afhjúpa sjálfhverfu þeirra. Því hvað hefur gerst? Jú, sumir vestrænir fjölmiðlar vilja nú óðir og uppvægir birta skopmyndir af Múhameð spámanni – telja sig þannig koma til varnar eigin tjáningarfrelsi. En hvað um frelsi annarra til að eiga sína trú í friði fyrir kallsi og spotti? Hverjir hlakka nú nema þeir sem vilja viðsjár með Vesturlandabúum og múslimum sem mestar og verstar?

Hvað næst? Hvað ef Íransstjórn reynir að koma sér upp kjarnorkuvopnum? Yrðu múslimar sáttir við frekari árásir Vesturveldanna á lönd sín og trúbræður?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand