Réttur samkynhneigðra til kirkjulegrar vígslu

Forsætisráðherra sagði í kvöldréttum Ríkissjónvarpsins í gær að þetta væri málefni þjóðkirkjunnar. Þetta er hins vegar ekki rétt. Hjúskaparlög, þar sem kveðið er á um heimild presta og forstöðumenn trúfélaga til þess að gefa saman fólk, gilda einungis um hjúskap karls og konu. Lög um staðfesta samvist gilda hins vegar um hjónabönd samkynhneigðra og í þeim er skýrt kveðið á um að það séu einungis sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra sem geta framkvæmt staðfestingu á samvist samkynhneigðra. Þjóðkirkjan hefur hins vegar ekki viljað taka skýra afstöðu til málsins og vísar ávallt til þess að það sé hlutverk Alþingis að breyta gildandi lögum, ekki kirkjunnar. Meðal frétta í gær var að verið væri að semja frumvarp um réttarstöðu samkynhneigðra, sem lagt verður fram á haustþingi. Ástæða er til þess að fagna umræddu frumvarpi því með því væri verið að bæta mjög lagalega stöðu samkynhneigðra í íslensku samfélagi. Ef umrætt frumvarp verður samþykkt á Alþingi veitir það samkynhneigðum mikilvæg réttindi sem þeir hafa lengi barist fyrir, svo sem rétti til frumættleiðingar erlendra barna, tæknifrjóvgunar og að geta skráð sig í óvígða sambúð.

Þrátt fyrir að umrætt frumvarp sé mikið fagnaðarefni er rétt að benda á að fréttir um frumvarpið hafa ekki verið réttar á allan hátt. Meðal annars var vísað til þeirra orða aðstoðarmanns forsætisráðherra að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að réttarstaða þeirra verði jöfnuð þannig að þeir njóti að öllu leyti sömu réttinda og gagnkynhneigðir. Ofangreind staðhæfing er því miður ekki rétt því að verið er að líta framhjá mikilsverðum réttindum sem samkynhneigðir hafa lengi barist fyrir, réttinum til að láta gefa sig saman af fulltrúa trúarsafnaðar. Trú kemur kynhneigð ekkert við og er það mörgum einstaklingum skiljanlega mikils virði að hjónaband þeirra sé vígt af kirkjunnar manni, óháð kynhneigð viðkomandi.

Forsætisráðherra sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær að þetta væri málefni þjóðkirkjunnar. Þetta er hins vegar ekki rétt. Hjúskaparlög, þar sem kveðið er á um heimild presta og forstöðumenn trúfélaga til þess að gefa saman fólk, gilda einungis um hjúskap karls og konu. Lög um staðfesta samvist gilda hins vegar um hjónabönd samkynhneigðra og í þeim er skýrt kveðið á um að það séu einungis sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra sem geta framkvæmt staðfestingu á samvist samkynhneigðra. Þjóðkirkjan hefur hins vegar ekki viljað taka skýra afstöðu til málsins og vísar ávallt til þess að það sé hlutverk Alþingis að breyta gildandi lögum, ekki kirkjunnar.

Þjóðkirkjan og stjórnvöld ætla sér því að þæfa málið út í hið óendanlega og það er algjörlega óásættanlegt. Á meðan lög koma í veg fyrir að samkynhneigðir geti fengið kirkjulega vígslu þá munu þeir ekki njóta að öllu leyti sömu réttinda og gagnkynhneigðir og það er algjörlega óásættanlegt. Forsætisráðherra og hans menn eiga ekki að komast upp með það að láta sem rétta eigi stöðu samkynhneigðra þegar þeir þora ekki að taka á þessu mikla réttindamáli.

Þjóðkirkjan er ekki eina viðurkennda trúfélagið á Íslandi og nú þegar hafa ýmsir fulltrúar trúarsafnaða lýst yfir vilja sínum til þess að gefa saman samkynhneigð pör en íslensk löggjöf kemur í veg fyrir að þeir geti gert það, og því verður að breyta.

Að lokum er nauðsynlegt að benda á að björninn er ekki unninn þótt lagalegu jafnrétti verði náð. Staða kvenna í íslensku þjóðfélagi sýnir það glöggt. Þar hefur lagalegu jafnrétti verið náð en því miður endurspeglar raunveruleikinn ekki þá staðreynd. Lagalegu jafnrétti þarf ávallt að fylgja vilji til þess að fylgja lögunum eftir og öflug fræðsla til að koma í veg fyrir fordóma. Velta má fyrir sér hvort stjórnvöld hafa hugsað til þess þáttar málsins eða ætla sér að láta staðar numið þegar bætt hefur verið úr því lagalega misrétti sem samkynhneigðir hafa mátt þola líkt og þau hafa gert hvað varðar jafnrétti kynjanna. Því miður bendir allt til þess að svo sé. Staða samkynhneigðra verður þá svipuð og staða kvenna, sem eru jafnar körlum … en samt ekki.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand