Verður dóttir mín 70% manneskja?

Íslendingasögur eru stútfullar af sterkum kvenímyndum og ég vona að sögur okkar tíma beri með sér aðrar kvenímyndum en hamingjusömu hóruna. Í framtíðinni þegar ég tek við að ala upp mín börn mun ég ekki sætta mig við þá 70% framtíðarsýn sem býður konum í dag. Dóttir mín skal hafa öll þau tækifæri sem sonur minn mun væntanlega hafa. Ég sem hugsanlegur faðir í framtíðinni læt jafnréttismál mig varða. Jafnréttindi er ekki kvennamál – jafnrétti kemur okkur öllum við. Fyrir 20 árum skrifaði ,,The Wall Street Journal” fyrst um glerþakið á milli kvenna og stjórnunarstarfa. Greinin markaði mikil þáttaskil þar sem þetta var meðal fyrstu skipta þar sem svo sterkur miðill fjallaði um málið frá sjónarmiðum kvenna.

Hugtakið um glerþakið varð almennt eftir greinina og þótti lýsa vel þeim ósýnilegu hindrunum sem konur mættu í viðskiptalífinu. Árið 1995 var svo mynduð the Glass Ceiling Commision, með það í huga að leita lausna og auka hlut kvenna í stjórnunarstörfum. Júlí hefti ,,The Economist” er að miklu leiti tileinkað konum í stjórnunarstörfum og glerþakinu. The Economist kemst þó að þeirri niðurstöðu að þær framfarir sem við státum okkur af séu einfaldlega ekki nóg.

Konur eru enn í miklum minnihluta í stjórnunarstörfum, og konur eru enn ekki metnar að verðleikum, því laun kvenna á æðstu stöðum eru aðeins um 70% af launum karla. Þess má einnig geta að samkvæmt lista Forbes um 25 hæst launuðu forstjóra Evrópu er ekki eina konu að finna.

Glerþakið jafnvel þótt það sé ósjáanlegt er raunverulegt. Hér er um raunverulegt vandamál að ræða. Lausnin er félagslegt átak okkar allra. Við verðum að vera tilbúin að berjast gegn svo augljósu misrétti. Í eðli sínu er jafnréttisbaráttan öfgakend, misrétti á sér oft djúpar rætur í sögu okkar. Margir ,,jafnréttissinnar” tóku andköf yfir því að konur fengju að kjósa, sama má segja um konur á vinnumarkaði, eða heimavinnandi feður (fólk tekur reyndar enn andköf yfir því ). Gömlu kynjahlutverkin eru partur af okkar sögu, mikilvægt er að endurskrifa ekki söguna. En engin menning getur afsakað misrétti vegna kyns, trúar, skoðana eða kynhneigðar. Sama hversu djúpar rætur búa að baki misrétti er ekki partur af okkar menningu, heldur sögu.

Íslendingasögur eru stútfullar af sterkum kvenímyndum og ég vona að sögur okkar tíma beri með sér aðrar kvenímyndum en hamingjusömu hóruna. Í framtíðinni þegar ég tek við að ala upp mín börn mun ég ekki sætta mig við þá 70% framtíðarsýn sem býður konum í dag. Dóttir mín skal hafa öll þau tækifæri sem sonur minn mun væntanlega hafa. Ég sem hugsanlegur faðir í framtíðinni læt jafnréttismál mig varða. Jafnréttindi er ekki kvennamál – jafnrétti kemur okkur öllum við.

Það þýðir ekki fyrir karlmenn, né konur að taka ekki þátt í jafnréttisbaráttunni. Jafnrétti kynjanna verður kvennamál eingöngu ef við karlmenn leyfum það. Eingöngu með því að taka virka afstöðu og með þáttöku getum við tryggt dætrum okkar, systrum, mæðrum og vinum jöfn réttindi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand