Rafrænt opið prófkjör – lýðræði í verki

LyklaborðPISTILL Samfylkingin er opinn og lýðræðislegur flokkur og er óhræddur við að setja verk sín í dóm kjósenda. Sú leið að hafa prófkjör til Alþingiskosninga opið og um leið rafrænt sýnir að flokkurinn vill hlusta á kjósendur …

Lyklaborð

PISTILL Kjósendur í Norðausturkjördæmi geta ákveðið í opnu rafrænu prófkjöri 5. – 7. mars röðun efstu manna á framboðslista Samfylkingarinnar.  Prófkjörið verður opið öllum sem hafa kosningarétt og staðfesta stuðning sinn við flokkinn. Prófkjörið mun fara fram rafrænt og verður hægt að kjósa á
heimasíðu flokksins. Prófkjörið verður haldið dagana 5. – 7. mars n.k. og
þá gefst stuðningsaðilum að velja fólk til forystu sem það vill sjá á Alþingi fyrir þeirra hönd. Kosið verður um átta efstu sætin um hverjir leiða lista flokksins og því eru völd kjósenda gríðarlega mikil.

Kynjaregla flokksins verður viðhöfð þar sem annað kynið þarf að hafa lágmark 40% sæta framboðslistans. Einstaklingar af sama kyni skipi þó aldrei fleiri en tvö sæti í röð.

Samfylkingin er opinn og lýðræðislegur flokkur og er óhræddur við að setja verk sín í dóm kjósenda. Sú leið að hafa prófkjör til Alþingiskosninga opið og um leið rafrænt sýnir að flokkurinn vill hlusta á kjósendur og nú gefst kjósendum kostur á að sýna vilja sinn í verki.

Það hefur aldrei verið eins mikil þörf á jafnaðarmönnum við stjórnvölinn eins og einmitt núna. Við þurfum að gæta hags heimilanna og fólksins í landinu og hlúa vel að unga fólkinu sem mun koma til með að bera hitann og
þungann í þeirri endurreisn sem við höldum í. Það er því mikilvægt að við
veljum okkur frambjóðendur sem við treystum. Samfylkingin í Norðausturkjördæmi leggur traust sitt á kjósendur og gefur þeim kost á að velja sér frambjóðendur í opnu rafrænu prófkjöri. Ykkar tími er kominn!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið