Nýtt upphaf …án hans

Davíð Oddsson

LEIÐARI Nú er Davíð formlega farinn. Rúinn trausti þjóðar og afleiðingin á ruslahaugum sögunnar. Davíð sem hefur stjórnað öllu síðan 1991 er hættur, vonandi „for gúdd“…

LEIÐARI Þetta er búið að vera ögn súrrealísk byrjun á degi. Morgunfúlindi mín tóku skjótan enda þegar ég rak augun í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Vinstri-stjórnin sem nú hefur setið í mánuð nýtur tvöfalt meira fylgis hjá þjóðinni en síðasta stjórn þegar hún fór frá völdum og mælast flokkarnir tveir sem að henni standa með 36 þingmanna meirihluta.

Krullulaust Ísland?
Á þessum sama morgni er skipaður nýr Seðlabankastjóri og aðstoðarbankastjóri. Nú er Davíð formlega farinn. Rúinn trausti þjóðar og arfleiðin á ruslahaugum sögunnar. Davíð sem hefur stjórnað öllu síðan 1991 er hættur, vonandi „for gúdd!“

Árið 1991 fermdist ég og mitt pólitíska minni þekkir bara Davíð almáttugan við kjötkatlana. Yngstu kjósendur í komandi kosningunum 25. apríl voru að fæðast þegar Davíð myndaði sína fyrstu ríkisstjórn. Og nú er hann farinn.

Æ haf ei drím
Af einhverjum ástæðum reikar hugurinn til Austur Evrópu og ég fór að reyna að  ímynda mér hvernig íbúum Austur Evrópu leið eftir fall kommúnismans. Hvernig það var að komast undan oki og alræði Moskvustjórnarinnar? Ætli okkur takist nú loks að byggja upp réttlátt samfélag þar sem allir fá notið sín óháð stétt, stöðu eða stjórnmálaskoðana? Hefjast nú dagar faglegrar og gegnsærrar stjórnsýslu?

Vopn alþýðunnar: kjörseðill
Svo má vel vera að blágræna-bandalag Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fái umboð frá þjóðinni til að mynda ríkisstjórn eftir tvo mánuði og allt verði sem áður. Það tók jú nokkrar byltingar í Austur Evrópu til að fella bóndann í Austri. Sú fyrsta í Ungverjalandi 1956, 43 árum fyrir fall múrsins.

Þjóðin getur valið. Þjóðin á vopn: kjörseðilinn. Með atkvæðum sínum getur hún haldið kommúnistunum í Valhöll frá völdum næstu fjögur árin. Með atkvæðinu er hægt að kjósa áframhaldandi umbætur og uppbyggingu á samfélagi með ný gildi og nýja forgangsröðun sem byggir á frelsi, jafnrétti og bræðralagi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand